Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.04.1953, Blaðsíða 22
18 HEILSUVERND langt úr hófi fram. Til dæmis eru ýmsar súpur — gjörðar eftir fínum útlendum uppskriftum — alóætur saltpækill, og svo mætti lengi telja. Vitneskju mína, sem ég gat hér að framan, vil ég nú leitast við að flokka og velja þá sex menn — karla og konur á ýmsum aldri — úr hópi þeirra, sem hafa vegna greinar minnar dregið úr saltneyzlu sinni í von um að losna við psoriasis og látið mig síðan vita um árangur: 1. Tveir hafa engan bata fengið, a. m. k. ekki ennþá. Ann- ar getur þess, að kvillinn hafi verið á mjög háu stigi og hann leitað lækna, innan lands og utan, án nokkurs gagns. 2. Aðrir tveir telja sig á miklum batavegi. Þ. e. þeir eru lausir við kvillann annað veifið. 3. Enn aðrir tveir hafa fengið fullan bata og meira til. Annar gekk með bólgu í blöðruhálskirtli, og hún hvarf samtímis því að hörundskviHinn læknaðist. Hinn hafði þrálát útbrot á vörum — áblástra eða eitthvað þess- 'háttar — og losnaði við báða kvillana um það bil sam- tímis. Athugum nú þetta lítið eitt. 1.—2. er aðeins það, sem við má búast, og verður ekki fjölyrt um það. 3. verð ég að telja sérstaklega athyglisvert. Þar endur- tekst mín eigin reynsla — sem um getur í fyrri grein minni hér í ritinu — sú, að menn læknast samtímis af meira en einum kvilla — þar af einum töldum ólæknandi — við þá einu breytingu á lifnaðarháttum að draga úr sáltneyzlu. Ekki dettur mér í hug að halda því fram, að afneitun salts, að miklu leyti, sé nein allra-meina-bót, en hitt þykir mér sennilegt, að ofneyzla salts sé eitt af mörgu, sem spillir heilsu menningarþjóðanna. Og ég held, að með tilliti til vorrar eigin þjóðar, sem lifir afarmikið á saltmeti og þjáist af fjölda hörundskvilla og magákvilla, sé gild ástæða til að rannsaka vísindalega áhrif salts og saltmetis á heilsu- far almennings yfir höfuð. Aðeins læknar geta það, og

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.