Heilsuvernd - 01.04.1953, Side 27

Heilsuvernd - 01.04.1953, Side 27
HEILSUVERND 23 vísindi hafa uppgötvað, að þessir kirtlar eru allra dýra- og plöntuvefja auðugastir af C-fjörefnum. Dr. Weston og samstarfsmenn hans í leiðangri til Indíán- anna nyrzt í Kanada björguðu tveimur flugmönnum, sem neyddust til þess að lenda flugvélum sínum. öðrum þeirra var bjargað af Indíána frá sorglegum örlögum. Dr. Weston segir í bók sinni um þennan atburð: „Annar þessara manna sagði mér eftirfarandi sorglega sögu: Meðan hann var á leiðinni gangandi yfir háa heiði, varð hann allt í einu næstum alveg blindur og fékk svo kvelj- andi verki í augun, að hann var hræddur um að hann missti vitið. Það var ekki snjóblinda, því að hann hafði góð snjógleraugu. Það var augnsjúkdómur, sem orsakast af vöntun A-fjörefna. Hann settist á stein og grét af ör- væntingu. Hann hélt, að hann fengi aldrei framar að sjá konu sína og börn. Meðan hann sat þarna og kvaldist í höfðinu, heyrði hann mannsrödd og leit upp. Hann sá gamlan Indíána, sem var á bjarndýraveiðum. Indíáninn sá strax, hvað var að manninum. Og þótt þeir skildu ekki hvor annars mál, athugaði Indíáninn augu hans og leiddi hann síðan að læk, sem liðaðist niður fjallshlíðina. Meðan flugmaðurinn sat og beið, byggði Indíáninn sil- ungagildru úr steinum þvert yfir lækinn. Svo gekk hann upp með læknum, snéri við og buslaði niður eftir aftur og skvetti vatninu frá sér í allar áttir til þess að hræða urriðann í gildruna. Svo tók hann siiunginn og sýndi mann- inum síðan, hvað hann ætti að borða af hausnum, einkum augun og það sem bak við þau er. Þetta hafði þann árang- ur, að sársaukinn linaðist, er nokkrar stundir voru liðnar, og tveimur dögum seinna var hann orðinn nærri jafngóð- ur í augunum. Innilega þakklátur sagði hann, að Indíán- inn hefði áreiðanlega bjargað lífi sínu með þessu. Nú hafa nútímavísindi staðfest, að auðugustu A-fjör- efnin, bæði í fiskum og dýrum, er að finna í vef junum bak við augun og í nethimnu augans.“ (Lesbók Morgunbl.). Váldimar Össurarson þýddi.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.