Heilsuvernd - 01.04.1953, Síða 33

Heilsuvernd - 01.04.1953, Síða 33
HEILSUVERND 29 Félagsfréttir. Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur var haldinn G. marz 1952. Fráfarandi formaður, Björn L. Jónsson, flutti skýrslu og lagði fram fjölritaða reikninga, sem sýndu ágóða kr. 2.364,16 og skuldlausa eign kr. 18.209,94. Á starfsárinu höfðu verið haldnir 2 félagsfundir, og á útbreiðslufundi í Tjarnarkaffi 'hafði m. a. verið sýnd sænska kvikmyndin , Hálsans okánda stigar“, sem N.L.F.Í. fékk lánaða hingað. Félagar í árslok voru 919, þar af 85 ævi- féiagar. Formaður var kosinn Böðvar Pétursson, kennari, og meðstjórn- endur Hjörtur Hansson, stórkaupmaður, Ingólfur Sveinsson, lög- regluþjónn, Marteinn M. Skaftfells, kennari, og Steinunn Magnús- dóttir, frú. í varastjórn voru kosin: Hannes Björnsson, póstmað- ur, Steindór Björnsson frá Gröf og Svava Fells, frú. Endurskoð- endur voru kosnir: Björn Svanbergsson, bókari og Þorvaldur Jónsson, skrifstofumaður, og til vara Lárus Pétursson, fram- kvæmdastjóri. Fráfarandi formaður hafði beðizt undan endur- kosningu í stjórn vegna anna. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Gretar Fells fróðlegt og skennntilegt erindi um þrjá danska yóga, sem hann og kona hans, frú Svava, kynntust i ferð sinni erlendis siðastliðið ár. Aðalfundur Náttúrulækningafélags Siglufjarðar var haldinn 26. febrúar 1952. Fráfarandi formaður, Kristmar Ólafsson, flutti skýrslu um starf félagsins sl. ár. Félagsfundir voru haldnir tveir, og á öðrum þeirra var Jónas læknir Kristjánsson mættur og flutti erindi um uppbyggingu mannslíkamans og viðhald hans. Stjórnar- fundir voru 8, og vantaði engan stjórnarmann á neinn þeirra (vara- maður kom í stað eins aðalmanns, sem var fjarverandi mikinn hluta sumars). Félagatala var 210 í árslok, og höfðu allir greitt gjöld sín. Á árinu gengu 47 i félagið, en 12 féilu út af félagaskrá (5 látnir, 3 úrsagnir, 4 fluttir af félagssvæðinu). Félagið hefir útvegað félagsmönnum nýtt grænmeti og aðra tor- fengna matvöru og hefir stuðlað mjög að aukinni grænmetis- neyzlu í bænum. Þá keypti félagið kornmyllu og hefir starfræk hana síðan. Fer eftirspurn eftir nýju mjöli vaxandi. Alla vinnu við þessi störf hefir stjórnin lagt fram kauplaust. Ágóði á árinu var kr. 4.490,90 og skuldlaus eign kr. 15.327,14. Kristmar Ólafsson, sem verið hefir formaður í 3 ár, baðst undan

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.