Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 7
HEILSUVERND
35
hefir iþessi barátta gengið, og engin breyting sjáanleg á
þeim vinnubrögðum.
Nú eru þeir læknar og fræðimenn allmargir, og þeim
fer fjölgandi, sem líta svo á, að krabbamein, eins og aðrir
sjúkdómar, stafi af orsökum, sem unnt sé — og auðvelt —
að koma í veg fyrir og útrýma, ef rétt væri að farið og
eðli sjúkdómsins rakið til rótar.
En ég ihefi enga tilraun séð gerða í þessa átt eða í þess-
um tilgangi af Krabbameinsfélaginu, og það er ekki einu
sinni minnzt á þennan meginþátt krabbameinsvarna í lög-
um þess.
Oft hefir verið vitnað í sígilda setningu eftir rómverska
lækninn Selsus, sem uppi var fyrir meira en 1900 árum,
og hljóðar hún svo á latínu: „Nec credebile est eum scire
curare morbos, cui unde sint nesciat". (Það er ekki senni-
legt, að þeim takist að lækna sjúkdóma, sem veit ekki,
af hverju þeir stafa).
Vér getum ekki neitað því, að því nær allt starf hins
vaxandi læknaskara gengur út á það að ráða bót á sjúk-
legum breytingum, án þess að vita eða hirða um orsakir.
Þetta hefir gert vöxt sjúkdómanna, og þá ekki sízt hinna
mörgu úrkynjunar- og hrörnunarsjúkdóma, sem sækja með
vaxandi þunga á vestrænar menningarþjóðir. Og þær hafa
ekki látið á sér standa að breiða út sína illu og óhollu
siði til frumstæðra þjóða, illu heilli. Að þessu leyti er
vestræn menning skaðræðismenning. Meginorsakir þessa
ástands er efalaust hin ríkjandi og ráðandi skefjalausa
efnishyggja, sem snýst öll um auð og völd.
Eldri og nýrri rannsóknir hafa sýnt og sannað, að
krabbamein er varla til meðal frumstæðra þjóða, sem lifa
á eigin framleiðslu, eins og t. d. hinn fámenni Húnsaþjóð-
flokkur í Indlandi og margir þjóðflokkar á afskekktum
eyjum Miklahafs. Sa-ma er að segja um svertingja í Afríku,
og þannig hefir það að öllum líkindum verið um Islendinga,
meðan þeir lifðu að mestu leyti á innlendri fæðu. Hitt er
svo ekki síður staðreynd, að þegar hinar frumstæðu