Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 21

Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 21
HEILSUVERND 49 var gerð á mýsnar f jarri tjörublettinum, eða þær brenndar lítið eitt, og jafnframt var hætt að smyrja tilraunadýrið með tjöru, alllöngu áður en krabbamein næði að myndast á tjörustaðnum. Brá þá svo við, að í flestum tilraunadýrun- um myndaðist eftir stuttan txma krabbameinsæxli i sárinu, jafnvel eftir að það var gróið.“ f 3. h. 1949 segir ennfremur: ,,I framlhaldi af tjörutilraun á músum, sem sagt var frá í siðasta hefti, verður að geta um enn eitt afbrigði af til- rauninni. I stað þess að bera tjöru alltaf á sama staðinn, var hún borin á marga mismunandi staði á likama mús- anna, en aðeins í fáein skipti á hvern stað. Tilraunadýrin fengu þá ekki krabbamein í húðina, en í stað þess fengu 60 til 78% þeirra lungnakrabba“. 1 sama hefti er greint frá tjöruinnihaldi tóbaks og leidd rök að því, að tóbakið eigi mikla sök á krabbameini í vör- um, munni, hálsi og lungum. HVENÆR Á ÁRINU ER BEZT AÐ FÆÐAST? Mannfrœðingar hafa gert ýmsar athuganir á sambandinu milli fæðingardags manna og hæfileika þeirra. Þessar athuganir sýna fyrst og fremst, að í tempruðu beltum jarðar eru fæðingar flestar að vetrinum. Annað hámark, mun minna, er að sumrinu. Þótt kynlegt kunni að þykja, reynast börn fædd að vetrinum hraustari en þau, sem fædd eru á öðrum árstimum. í Bandarikjunum eru miklu fleiri aflraunamenn fæddir í ágúst og september en i öðrum mánuðum. Sama er að segja um ýmsa athafnamenn, svo sem iðn- hölda, hershöfðingja og stjórnmálamenn. Hinsvegar er veturinn öðrum árst'íðum fremur fæðingartími andans manna, svo sem vísindamanna, heimspekinga og rithöfunda. Langlifi manna virðist einnig vera háð fæðingarmánuðinum. Meðalaldur þeirra, sem fæddir eru i fe'brúar, telst þannig G9,7 ár (i Bandarikjunum), en manna fæddra í júní 67,8 ár. Athugun i Frakklandi hefir sýnt, að af 4500 manns, sem létust á aldrinum 70—80 ára, voru flestir fæddir í janúar og febrúar, og þar á eftir komu mánuðirnir júií og ágúst. (Engum getum skal að þvi leitt, hvort svipuð lögmál bilda hér á íslandi). (Vie et santé).

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.