Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 8

Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 8
36 HEILSUVERND -þjóðir hafa tekið upp menningarháttu og siðu vestrænna þjóða, þá er þeirra góðu heilsu lokið. Og því getum vér ekki heldur neitað, að þetta hefir reynzt svo um íslendinga. Meðan vér lifðum á eigin framleiðslu, var krabbamein og aðrir hrörnunarsjúkdómar, svo sem tannveiki, skjaldkirtil- bólga, magasár og botnlangabólga því nær óþekktir kvillar. Nú vita allir, að þessir sjúkdómar eru orðnir feikna al- gengir og hafa vaxið hræðilega á undanförnum áratugum. Er þetta ekki nokkur bending um, hvar orsaka krabba- meinsins er að leita og hvernig eigi að herja á það? Og er ekki stórfelld aukning allskonar hrörnunarsjúkdóma hér á landi, samfara gagngerðum breytingum á mataræði þjóðarinnar, fúllgreinileg bending, sem stappar nærri fullri sönnun, um það, að mataræðið eigi þyngstu sökina á aukn- ingu þessara sjúkdóma? Um þetta má segja hið fornkveðna, að sjáandi sjá menn ekki né skilja. Vér flytjum til landsins óætar og hraklegar matvörur, án þess að leggja mat: á þær, en af oss er kraf- izt margfalds mats og vöruvöndunar. Haframjölið, sem flutt er inn til manneldis, er gömul og geymd vara og all- oft fjarri því að geta talizt hæf til manneldis. Sama er að segja um flestar aðkeyptar fóðurvörur. Hænsnafóður er t. d. alloft svo hráklegt, að hænsnin þrífast varla á því, og rauðan í eggjunum verður gulbleik, sem ber vott um blóð- leysi í hænunum. Nei, endinn skyldi í upphafi skoða. Ryðjum orsökunum fyrst úr vegi, og afleiðingarnar munu hverfa af sjálfu sér. Fyrir allmörgum árum var svo bágborið heilsufar í einu fátækrahverfi í London, að bæjarstjórninni fannst, að við svo búið mætti ekki standa. Var hafizt handa um byggingu nýrra íbúðarhúsa á sólríkum hæðum utanvert við borgina og hverfisbúar fluttir þangað. Allir urðu glaðir við um- skiptin og vörðu nokkru af sínum litlu launum til þess að fá sér betri húsmuni en áður. En launin hrukku ekki fyrir útgjöldum, svo að íbúarnir neyddust til að spara við sig í matarkaupum, keyptu minna en áður af heilnæmum fæðu-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.