Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 30
58
HEILSUVERND
sænskur læknir, Gunnar Östling að nafni, fylgzt sérstak-
lega með liðagigtarsjúklingum, sem þangað 'hafa leitað.
Fer umsögn hans hér á eftir, dags. 4. maí 1952:
„Allnordisk Folkhálsa hefir beðið mig að láta uppi álit
mitt á árangrinum af lækningaaðferðum Are Waerlands
við liðagigt.
Síðustu árin hefi ég rannsakað um 50 sjúklinga með lang-
vinna liðagigt. Hafa flestir þeirra dvalið um skeið í hress-
ingarheimilinu Kiholm og samið sig, að meira eða minna
leyti, og um lengri eða skemmri tírna, að lifnaðarháttum
í samræmi við kenningar Are Waerlands.
Þessir lifnaðarhættir eru í því fólgnir, að nærast aðal-
lega á hráfæði, hráum jurtasafa, mjólkurmat; auk þess
eru föstur, ristilskolanir, svitaböð, leikfimi, nudd o. fl.
Því miður hefi ég yfirleitt ekki getað rannsakað sjúkling-
ana nema einu sinni eða tvisvar. Flestir hafa skýrt svo frá,
að almenn líðan hafi batnað til stórra muna og liðaverkir
horfið að mestu, og að engin þeirra lækningaaðferða, sem
reyndar hafi verið við þá árum saman, hafi borið líkt því
eins mikinn árangur og þessi.
Þessi reynsla virðist mér benda til þess, að það væri
í fyllsta máta æskilegt, að komið væri á fót stofnun, þar
sem ofangreindar aðferðir væru reyndar, svo að full vissa
fengist um árangur þeirra.“
Nýlega hafa fundizt lyf, cortisone og ACTH, sem margir
gerðu sér vonir um, að ráða mundu til fulls niðurlögum
liðagigtarinnar. En margt bendir til þess, að þær vonir
hafi reynzt of bjartar, og ýmsir læknar vara við oftrú á
þessi lyf. Hér fara á eftir ummæli læknis eins í Bandaríkj-
unum, dr. J. Conn. Hann sat nýlega fund sérfræðinga í
liðagigt. Sjálfur er hann sérfræðingur í efnaskiptasjúk-
dómum og embættismaður ríkisins. Hann segir svo um ár-
angurinn af fundinum:
1. Cortisone og ACTH geta um stundarsakir eytt sjúk-
dómseinkennum liðagigtar, en ekki læknað hana.
2. Þessi lyf verka ekki á orsakir sjúkdómsins, og hafi