Heilsuvernd - 01.06.1953, Side 10

Heilsuvernd - 01.06.1953, Side 10
38 HEILSUVERND ljós og yl. Guðdómurinn er það afl, sem heldur öllu í skorðum og samræmi. Hver lifandi vera er slík lífheild. Og takmark iífsins er framþróun, fullkomnun. Sjúkdómar eru uppreisn og ósamræmi, sem endar með dauða, ef ekki er að gert. Það sem forsjón lífsins getur ekki notað í sínu framþróunarstarfi, það þurrkar hún út af taflborði lífsins. Sjúkdómar stafa af orsökum, sem unnt er að koma í veg fyrir, ef í tíma er gert og af fullum skiln- ingi á tilveru og tilgang lífsins. Sir Arbuthnot Lane er ekki myrkur í máli um orsakir krabbameins, sem hann telur stafa af ónáttúrlegum lífs- háttum og umfram allt af ónáttúrlegri og dauðri fæðu. Skurðaðgerðir og aðrar venjulegar lækningaaðferðir geti aldrei bjargað mannkyninu frá yfirvofandi hrörnun, vegna þess að þær taki ekki til orsakanna. Auk þess dragi þær athyglina frá hinum réttu ráðum, en þau séu náttúrlegir og heilnæmir lifnaðarhættir í hvívetna. Það séu léleg vinnubrögð að gera skurði, þegar sjúkdómurinn hefir hel- tekið menn, eða að leita að sjúkdómi og sjúkdómseinkenn- um, en hirða ekki um orsakirnar. Slík leit er ráð óvitans. Ennþá fæðumst vér óvitar og deyjum eivitar. En tak- markið á að vera að verða vitandi vits um alheim, og þó fyrst og fremst að þekkja sjálfan sig. MIKIL VERÐLÆKKUN Á BÓKUM N. L. F. I- Fyrst um sinn verða rit N.L.F.Í. seld meS þessu verði (upphaflega verðið innan sviga): Heilsan sigrar 3 kr. (4). — Lifandi fæða 20 kr. (28). -— Mataræði og heilsufar 10 kr. (15). — Matur og megin 15 kr. (16). — Menningarplágan mikla, ób. 10 kr. (17), i'b. 15 kr. (25), í skinnb. 20 kr. (46). — Nyjar leiðir II 12 kr. (22). -— Sjúkum sagt til vegar 10 kr. (15). — Úr viðjum sjúkdóm- anna, ib. 10 kr. (20). —Heilsuvernd frá byrjun (7 árgangar) 80 kr. (125). — Matreiðslubókin kostar kr. 20. — Bækurnar verða sendar burðargjaldsfrítt, ef greiðsla fylgir pöntun.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.