Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 23
HEILSUVERND
Mathilde Kellner:
Sjúkrasögur frá Sviss.
í síðasta liefti (bls. 19) birtist stutt frásögn af gamalli konu,
sem var aðframkomin af magasári en læknaðist á skömmum tima
í hressingarhælinu Sonnenhof í Sviss undir umsjá frú Bbbu
Waerland, sem dvaldi þar um skeið til þess að kenna lækninga-
aðferðir Waerlands. Hér segir eigandi og stjórnandi hælisins frá
nokkrum öðrum dæmum um skjótan árangur með þessum aðferð-
um, sem hún notar nú með hinum ákjósanlegasta árangri.
I ársbyrjun 1952 tók ég upp waerlandsfæði í Sonnenhof.
Síðustu 9 mánuði höfum við notað það við marga sjúklinga
með háan blóðþrýsting, gigt, liðagigt, eksem, tregar hægð-
ir, höfuðverk og æðakölkun, og yfirleitt með ágætum ár-
angri. Fyrir utan viðeigandi mataræði og föstur er ýms-
um öðrum aðferðum beitt: böðum, nuddi, bökstrum, önd-
unaræfingum og leikfimi. Oft er árangurinn blátt áfram
furðulegur, jafnt fyrir lækninn sem sjúklinginn. Og breyt-
ingar á mataræði valda sjaldnast óþægindum.
Hér á landi fjölgar þeim læknum óðum, sem viðurkenna
gildi waerlandsaðferðanna og ráðleggja sjúklingum sínum
mataræði í samræmi við þær. Hér skal skýrt stuttlega frá
nokkrum dæmum um lækningar í Sonnenhof.
1. Karlmaður, fæddur 1901, kom hingað með mjög háan
blóðþrýsting (240). Hafði um langt skeið þjáðst af höfuð-
verk, sem gerði hann ófæran til starfa. Fyrstu 9 dagana
var sjúklingurinn látinn fasta, og við það hvarf höfuðverk-
urinn. Á þremur vikum lækkaði blóðþrýstingurinn niður
í 180. Sjúklingurinn fór heim til sín sem nýr maður.
vel flest heimili. Flest það, sem talið er hér að ofan, er oft-
ast fáanlegt hér. Fáist ekki hveitikím, mætti í þess stað
nota heilt korn, sem látið er spíra (sbr. Matreiðslubók
N.L.F.I.). I stað -hinna tilgreindu blaðjurta má að sumrinu
afia sér ókeypis fíflablaða, arfa og fleiri villtra jurta.