Heilsuvernd - 01.06.1953, Síða 32
GO
HEILSUVERND
ganga úrskeiðis. Til samanburðar við ísafjörð skal þess getið,
að á Sjúkrahúsi Siglúfjarðar voru á árinu 1946, er sjúkrahúsið
sóttu alls 254 sjúklingar, gerðir 27 botnlangaskurðir, en 1947 (285
sjúklingar) 26. Með tilliti til þess, sem kveðið er á i iögum um
óréttmætar læknisaðgerðir (sbr. lög nr. 47/1932 15. gr., 4. tölulið),
hlýt ég að fara fram á, að þér, herra héraðslæknir, krefjist grein-
argerðar réttra hlutaðeigenda um aðgerðir þessar og tilefni þeirra,
og síðan, að þér leggið greinargerðina fyrir mig ásamt umsögn
yðar“.
Á bls. 77 í sömu skýrslu segir, að á árinu 1949 'hafi verið
gerðir 83 botnlangaskurðir, enda segir landlæknir:
„Mál þetta ræddi landlæknir síðan munnlega við hlutaðeigandi
sjúkrahússlækni. Vonandi tekur nú að draga úr þessum iskyggi-
legu botnlangabólgufaraldri þeirra ísfirðinga, ef ekki fyrir annað,
þá það, að þeir hljóta livað af hverju að verða botnlangalausir“!
Síðan er birtur útdráttur úr greinargerð héraðslæknis,
og segir þar m. a.:
„Gerð var athugun á dánartölum af völdum botnlangabólgu á
öllu landinu .... á árunum 1911—1945 ....
Það kom ennfremur í ljós, að tala dauðsfalla yfir allt landið
úr botnlangabólgu vex jafnt og þétt, og samfara auknum botn-
langauppskurðum hér, og kemst hæst á tknabilinu 1936—1940, eða
í 10,3 af 100 þúsundum, hafði raunar þrefaldazt síðan 1920, eða
á 20 árum ....
Ekki verður aukin dánartala á öllu landinu, svo og aukin að-
gerðtala, skýrð með öðru en raunverulegri aukningu botnlanga-
bólgunnar,* bæði hér og annarsstaðar, og styður rannsókn á sjúkra-
dagbókum uppskurðarsjúklinga hér 1947 þessa ályktun, en þar
kom meðal annars í ljós, að 84, eða nærri 60% sjúklinganna, sýndu
greinileg einkenni um áður afstaðin botnlangaköst ....
Um orsakir til aukningar botnlangabólgunnar hin síðari ár
verður ekkert fullyrt af þeim athugunum, sem hér liggja fyrir,
en þar kunna að koma til greina mataræði, nærvera sérstakra
graftarsýkla og arfgengt byggingarlag botnlangatotunnar."
I viðtali birtu í Vesturlandi 21. april og í Morgunblaðinu
5. maí 1953 skýrir sjúkrahússlæknirinn á ísafirði, Bjarni
Sigurðsson, svo frá, að á árunum 1946—1950 hafi verið
gerðir 459 botnlangaskurðir, eða að meðaltali 91,8 á ári.
Samkvæmt því hefir þau ár enn verið um aukningu að
Leturbr. héraðslæknis.