Heilsuvernd - 01.06.1953, Síða 11
HEILSUVERND
Brynleifur Tobíasson,
yfirkennari:
Eftirtektarverð
niðurstaða
af rannsókn
á áhrifum
öldrykkju.
(Þýdd grein úr sænsku blaði).
Því hefir oft verið neitað af ýmsum, að venjulegur
sænskur pilsner í öðrum flokki hafi nokkur áhrif á manns-
líkamann, en nú ihefir Leonard Goldberg, dósent í Stokk-
hólmi, komizt að allt annarrri niðurstöðu í rannsóknum
sínum þeim hinum miklu, er hann hefir gert fyrir milli-
þinganefnd þá, er starfað hefir árum saman í Svíþjóð í
áfengismálum. Sú rannsókn hefir meðal annars leitt í ljós,
að ekki meira magn en tvær eða þrjár flöskur af pilsner
hefir áhrif til hins verra á mikilvæga starfsemi tauga-
kerfisins og að mjög lágur þúsundhluti (pro mille) áfeng-
isinnihalds í blóðinu getur dregið verulega úr færni manna
að aka bifreið.
Rannsóknirnar voru gerðar í lyfjafræðideild læknahá-
skólans í Stokkhólmi (Karolinska institutet) árin 1946—
1949, og var þar um að ræða bæði tilraunir í rannsóknar-
stofu og verklegar tilraunir. 1 rannsóknum í efnarann-
sóknarstofunni voru samtals 37 menn látnir drekka mis-
munandi magn af öli, tvær til ellefu flöskur með mismun-
andi áfengismagni (alkóhól-innihaldi). Fimm aðferðir voru