Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 27

Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 27
HEILSUVERND 55 úrgangsefni, sem myndast í líkama fastandi manns, m. a. frá vöðvaeggjahvítu, sem líkaminn brýtur niður sér til viðhalds. Verði menn mjög máttfarnir, má leysa dálítið af þrúgu- sykri upp í drykkjarvatninu. Þrúgusykur þarf ekki að meltast, heldur gengur hann viðstöðulaust inn í blóðið og færir líkamanum aukna orku innan 10—15 mínútna. Hann flytur heldur engin úrgangsefni með sér, og tefur því ekki hreinsunarstarfið. Nauðsynlegt er að skola ristilinn ræki- lega með stólpipu dag hvern, meðan fastað er. Vilji menn fasta sér til hressingar, kemur tveggja daga fasta að góðum notum. En til lækninga langvinnra sjúk- dóma nægir ekki minna en tvær, þrjár vikur eða meira. Svo langar föstur ætti enginn að leggja út í öðru vísi en undir eftirliti læknis, sem getur fylgzt með líðan sjúklings- ins og fyrst og fremst með starfi hjartans. Og helzt af öllu þarf iæknirinn að hafa reynslu í þessum efnum. GOSDRYKKIR VALDA TANNSKEMMDUM. Hvergi í heimi mun vera drukkið eins mikið af gosdrykkjum og í Ameríku, og eru kóladrykkir þar efst á blaði. Þótt ýmsir læknar og næringarfræðingar hafi varað við neyzlu þessara drykkja, megnar það lítt gegn voldugum áróðri framleiðenda og gosdrykkjasala. Ög kólaplágan breiðist út um öll lönd jarðar. Nýleg'a hefir dr. G. Blumer skýrt frá niðurstöðum tilrauna með áhrif gosdrykkja á heilsuna. Birtist frásögn hans í Annals of Western Medicine and Surgery. Niðurstöður rannsóknanna eru þær, að í flestum þessum drykkjum eru skaðleg eiturefni, þar á meðal krabbameinsmyndandi tjörulitir. Þessir drykkir eru því mjög heilsuspillandi, ekki sízt fyrir börn og unglinga, eiga m. a. þátt í tannskemimdum. Alverstir eru kóladrykkirnir. Auk fleiri skaðlegra efna er í þeim koffeín, og m. a. af þeirri ástæðu ættu þessir drykkir að vera bannaðir börnum með öllu. Vísindamaður sá, er fengizt hefir við þessar rannsóknir, heitir dr. Cl. Mc Cay. Hefir uppgötvunum lians verið tekið fálega, eink- um af gosdrykkjaframleiðendum, sem telja þær varhugaverðar, þar sem þær stefna að því að leggja í rústir billjónafyrirtæki. En dr. Mc Cay telur, að setja beri heilsu barna ofar velmegun gos- drykkjaiðnaðarins.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.