Heilsuvernd - 01.06.1953, Síða 29
HEILSUVERND
llm lækningu á iiðagigt.
I síðasta hefti er ákaflega lærdómsrík lýsing íslenzkrar
konu á viðureign hennar við einn kvalafyllsta og ægilegasta
allra sjúkdóma, liðagigtina. Venjuleg læknisráð stoðuðu
eigi, og sérfræðingar töldu hana ólæknandi. En eftir 40
ára þjáningar snýr hún inn á leiðir náttúrulækningastefn-
unnar, að vísu vonlaus um árangur. Og á einu ári öðlast
hún nýja heilsu, eftir að hafa varpað fyrir borð venjuleg-
um lyfjum, þar á meðal fjörefnalyfjum.
Frásögn þessi er síður en svo einsdæmi. Hér á landi gætu
allmargir haft svipaða sögu að segja, enda þótt aðstaða
sjúklinga hafi verið hin bágbornasta, bæði vegna skorts
á hollri fæðu og möguleikum til að njóta heitra baða og
viðeigandi læknisaðstoðar. Og frásögnin sýnir ljóst brýna
nauðsyn þess, að starfrækt verði að staðaldri heilsuhæli,
þar sem beitt verði náttúrlegum lækningaðferðum undir
stjórn læknis, sem full skil kann á slíku.
Erlendis er víða komin allmikil reynsla í þessum efnum.
I Sviþjóð hefir um tveggja ára skeið verið starfrækt hress-
ingarheimili á vegum félagsins „Allnordisk Folkhálsa", sem
stofnað er af Are Waerland. Að beiðni félagsins hefir
aldrei hafa verið hraustari. En ég hélt uppteknum lifnaðar-
háttum næstu tvö árin, jafnframt því sem ég tók að stunda
skautaiþrótt og listdans. Ég náði ágætum árangri í þeirri
grein, fékk mörg verðlaun og tók að lokum kennarapróf
í listdansi. Ég varð auðvitað að ieggja hart að mér, en ég
varð aldrei var minnstu óþæginda frá hjartanu. Mér hefir
þessi síðustu ár aldrei orðið misdægurt, og ég er ímynd
hreysti og heilbrigði, þrunginn af lífsþrótti og starfsorku.
Hinn ,,ólæknandi“ lokusjúkdómur er að fullu læknaður.
(Rude Health, marz 1953).