Heilsuvernd - 01.06.1953, Side 14
42
HEILSUVERND
neyzlu, samsvarar það 2—4 flöskum af 1,9%, 1,6—3,2
flöskum af 2,6% öli eða 1,3—2,6 flöskum af 3,2% öli.
Þessar tölur tákna 'þá minnsta magn öls með mismunandi
áfengisinnihaldi, sem hófdrykkjumaður þarf að neyta til
þess að áfengisáhrifa gæti hjá honum.
Tvær flöskur af öli.
Mikilsverð starfsemi í taugakerfinu tekur að bila hjá
hófdrykkjumönnunum, er þeir hafa drukkið 2—3 flöskur
af 2,6—3,2% öli.
Þessar niðurstöður af athugunum í rannsóknarstofunni
koma heim við verklegu tilraunirnar. Við bifreiðaakstur
teljast mörk þess að áhrifa taki að gæta til hins verra
um 0,35—0,40 pro mille. Raunveruleg áfengisneyzla var í
þessu tilfelli 3—4 flöskur af 3,2% öli. Við símritun eru
mörkin um 0,20—0,25 pro mille. 1 báðum þessum tilfellum
voru mennirnir, sem tilraunirnar voru gerðar á, vanir
llóflegri neyzlu áfengis. (Þýtt úr ,,Reformatorn“).
Ofanrituð grein sýnir, hve lítinn skammt af áfengum
drykk þarf til iþess að trufla þann viðnámsþrátt og starfs-
hæfni, sem hverjum manni, sem stjórnar vélknúnu tæki, er
svo ómissandi. Karolinska institutet er trygging fyrir því,
að rannsóknum þeim, er hér um ræðir, megi treysta. Nafn
Goldbergs dósents er að góðu kunnugt meðal allra þeirra,
er kynnzt hafa rannsóknum hans. Það er nú svo komið,
að jafnvel áfengisdýrkendur eru áhugsamir að tryggja sig
og aðra gegn þeim hættum, er stafa af þeim ökuþórum
og flugstjórum, sem eru undir áhrifum áfengis við
stýrið. Sannleikurinn er sá, að áfengir drykkir til neyzlu
eru ósamrýmanlegir þeirri vélaöld, sem vér nú lifum á,
nema oss sé öldungis sama um allt. Þú, sem prédikar hóf-
drykkju, viltu hafa „hófdrukkinn“ ökumann við stjórn í
bifreiðinni, sem þú ekur í? Þú, sem ert áfengisdýrkandi,
viltu hafa „hófdrukkinn" flugstjóra í flugvélinni, sem þú
ert í? — Svona getum vér haldið áfram. Vi'ltu hafa hóf-
drukkinn eða sætkenndan formann í bátnum, sem þú hefir