Heilsuvernd - 15.12.1958, Qupperneq 6
HEILSUVERND
Tannskemmdir
meðal frumstæðra þjóða
Nýlega hefir verið á það bent í erlendum fréttum, að
senn verði hvergi hægt að finna frumstæðar þjóðir.
Menningin er að leggja undir sig alla jarðarkringluna, út
í yztu og afskekktustu afkima. Og hvarvetna lætur hún
greipar sópa um fornar venjur, jafnt illar sem góðar, og
stefnir að því að steypa lífsvenjur og siði í sama mót.
Þetta er þeim mun auðveldara sem menntunarsnauðir
þjóðflokkar líta upp til hvítra manna vegna yfirburða
þeirra í tækni. I barnslegri einfeldni gleypir þetta auðtrúa
fólk við nýjungunum án þess að óra fyrir hættum og spill-
ingu, sem koma jafnan í kjölfarið.
Satt er það, að víða hefir tekiz að útrýma hættulegum
hitabeltissjúkdómum og villimannlegum venjum, hung-
ursneyð og óþrifnaði. En þess eru heldur ekki fá dæmi,
að menningin hefir gjörspillt heilum þjóðum eða þjóða-
brotum, bæði líkamlega og andlega. Dæmi þess eru þjóð-
flokkar, sem búið hafa öldum eða árþúsundum saman á
Suðurhafseyjum í friði og eindrægni, í sannkölluðu sælu-
ríki, hraustbyggðir og heilbrigðir og ánægðir. Snerting
þessara þjóða við hvíta menn leiðir undantekningarlaust
af sér heila hersingu áður óþekktra sjúkdóma, sem alls-
staðar eru fylgifiskar menningarinnar. Er þar bæði um
að ræða sjúkdóma, sem orsakast af sóttkveikjum, svo sem
berklar og kynsjúkdómar, og svonefnda hrörnunarsjúk-
dóma, sem að dómi læknavísindanna eiga sér meira og
minna óljósar orsakir. Til þeirra má telja tannskemmdir,
meltingarsjúkdóma, taugasjúkdóma, geðsjúkdóma, æða-
sjúkdóma, húðsjúkdóma, gigtsjúkdóma, að ógleymdu
krabbameininu.
Því miður hefir alltof lítið verið gert að rannsóknum