Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 8

Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 8
100 HEILSUVERND allt frá heimskautsbaugi til suðurhvels jarðar, kynnti sér rækilega mataræði og lifnaðarhætti íbúanna, skoðaði tenn- ur svo tugþúsundum skipti, bæði hjá fólki, sem bjó einangr- að og lifði samkvæmt fornum venjum, og hjá öðrum, sem höfðu tekið upp matarhætti hvítra manna. Maður þessi var tannlæknir að nafni Weston A. Price, viðurkenndur vísindamaður. Hann hefir ritað stóra bók um þessi ferðalög og um rannsóknir sínar: Nutrition and physical degeneration (Næring og líkamleg hrörnun), sem kom fyrst út 1939 og í 5. útgáfu árið 1950. Bókin er öll hin fróðlegasta og skemmtileg í bezta lagi. Væri æskilegt að geta endursagt úr henni smákafla í næstu heftum Heilsuverndar. I þetta sinn verður sagt frá heimsókn höf- undar til Sviss árin 1931—’32. I Alpafjöllum vestanverðum er dalur, sem Lötschenddlur heitir. Hann er 1500 metra yfir sjó, umgirtur fjöll- um á alla vegu og samgöngur við umheiminn voru mjög erfiðar til ársins 1931, en þá var lögð þangað járnbraut gegnum jarðgöng. Þangað kom Price árið 1931 og aftur 1932. Bjuggu í dalnum um 2000 manns, og höfðu þeir og forfeður þeirra nærzt eingöngu á heima- fengnum matvælum og verið sjálfum sér nógir að flestu leyti. Þeir stunduðu kvikfjárrækt: sauðfé, kýr og geitur. Hestar og vagnar þekktust ekki. Heilsufar dalbúa má nokkuð marka af því, að þar var enginn lækn- ir. Sem dæmi má nefna, að ekki var vitað til, að neinn hefði dáið þar úr berklum. Börn gengu í skóla 6 mánuði ársins. Þar var prestur og kirkja. Fangelsi var ekkert. Helzti jarðargróður var gras, rúgur, rótarávextir og græn- meti. Úr mjólkinni voru unnir ostar og smjör að sumrinu. Aðalfæðan var rúgbrauð og mjólkurmatur, auk grænmetis. Kjöt var borðað tvisvar í viku. Um fisk var ekki að ræða. Sykur og hvitt hveiti þekktist heldur ekki. Rúgurinn var auðvitað malaður eftir hendinni. Með brauðinu var borðað smjör, og sem álegg voru ostsneiðar álíka þykkar og brauð- sneiðin.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.