Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 10

Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 10
102 HEILSUVERND sætindum og hvítu brauði, og tannburstinn reyndist magn- laust tæki til að verjast skemmdum. Höfundur fann þó fáein börn í St. Moritz með allar tenn- ur heilar. Undantekningarlaust voru þetta börn, sem lifðu aðallega á mjólk, ostum og rúgbrauði. Að fráskildum hinum einangruðu byggðarlögum, er ástandið í Sviss líkt og í öðrum vestrænum löndum, þann- ig að 85—98% manna er með meira og minna af skemmd- um tönnum. Price vekur athygli á því, að tennur barna í hinum af- skekktu byggðarlögum voru fallegar og sátu rétt í falleg- um röðum. Og kjálkarnir voru breiðir og sterklegir. Tann- átunni fylgir hinsvegar allskonar tannskekkja, en hún er afleiðing af því, að kjálkarnir eru of mjóir, sem sést m. a. á því, að andlitið verður mjótt, nefið mjótt og nasir þröngar. Börnin hafa því tilhneigingu til að anda með munninum, bæði dag og nótt. llm »heilsuvörur« „Menn ættu alltaf að vera tortryggnir gagnvart mat- vörum í samþjappaðri mynd og þeim vörum, sem eru að- eins hluti hinna náttúrlegu fæðutegunda. Slíkar matvörur geta hæglega valdið truflunum á efnajafnvægi líkamans, jafnvel þótt viðurværið sé skynsamlegt að öðru leyti. Hugs- ast getur, að slík meðferð fæðutegunda svipti menn þeim næringarefnum, sem mestu varða. Þó að tilbúin fjörefni eða samanþjöppuð virðist gera gagn án nokkurra eftirverkana, hafa þau ekki sömu áhrif og fjör- efni í náttúrlegri mynd. Læknar hafa nú komizt að raun um, að því aðeins koma þau að notum, að þeim fylgi mörg önnur efni. Og þessi „önnur efni“ er einatt að finna í þeim hinum sömu fæðutegundum, sem hafa að geyma fjörefnið sjálft. Eina leiðin til að tryggja sér nægilegt magn fjör- efna er því að neyta þeirra í fæðutegundunum óskertum". (C. L. Thomsen, í Rude Health).

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.