Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 15

Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 15
HEILSUVERND 107 Þeir sem vildu kynna sér þessi mál nánar, ættu að fletta upp í Heilsuvernd árin 1948—1953. I þeim árgöngum öllum, flestum heftunum, er eitthvað um þetta ritað; m. a. er sagt allrækilega frá hinum stórmerkilegu tilraunum enska vísindamannsins Alberts Howard í Indlandi; þar er því lýst, hvernig safnhaugur er búinn til; ennfremur er þar að finna ritgerðir eftir tvo Islendinga, sem unnið hafa á erlendum búgörðum, þar sem safnhaugaáburður er notaður. Allt virðist benda í þá átt, að sömu lögmál gildi um jurtir og dýr: Rétt meðhöndlun jarðvegsins og rétt nær- ing jurtanna er bezta vörnin gegn jurtasjúkdómum og bezta tryggingin fyrir heilbrigðum gróðri. Auk þess er þar hyrningarsteinninn að heilbrigði dýra og manna. B. L. J. Um Ilcirbura Tvíburar fæðast að meðaltali einu sinni af hverjum 80 fæðingum, þríburar einu sinni af 80x80 = 6400 fæðing- um, fjórburar einu sinni af hverjum 80x80x80 = 512000 fæðingum og fimmburar einu sinni af hverjum 80x80x80x80 = 40.960.000 (40 milljón níu hundruð og sextíu þúsund) fæðingum. Dæmi eru um sexbura, og í eitt skipti vita menn, að sjöburar hafi fæðst. Tvíburar eru oftast tvíeggja, eða 6 sinnum oftar en ein- eggja. Eineggja tvíburar eru alltaf sama kyns og oft nær óþekkjanlegir í sundur. Samvaxnir tvíburar eru eineggja. Bændur vita, að meðferð ánna að vetrinum ræður miklu um það, hve margar verða tvílembdar. Hið sama hafa dýratilraunir á ýmsum öðrum dýrum sýnt. Með ýms- um ráðum, svo sem með fóðri eða með röntgen- eða radiumgeislum um meðgöngutímann má einnig framleiða vansköpuð afkvæmi, þar á meðal samvaxin fóstur.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.