Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 20

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 20
112 HEILSUVERND Af ofangreindum hugleiðingum getum við séð, að áfeng- ismenning suðurlandaþjóða á ekkert erindi til íslendinga. Það er ekki hægt að kenna fólki að umgangast áfengi. Reynsla suðurlandaþjóðanna sýnir, að svokölluð hóf- drykkja og greiður aðgangur að léttum og ódýrum vín- um leiðir út í ófærur. Hvorki létt vín né áfengt öl draga úr neyzlu sterkari drykkja, fremur hið gagnstæða. Og eftir því sem áfengi er selt víðar, þeim mun almennari og meiri verður neyzla þess. Hvers konar hömlur draga úr neyzlunni. Það sýna allar skýrslur óvéfengjanlega. Langt er síðan Frökkum var það ljóst, að neyzla sterkra drykkja var úr hófi fram. Framleiðendur léttra vína vinna alltaf sterkt brennivín úr vínberjahratinu og notuðu það eftir geðþótta áður fyrr. Voru orðin svo mikil brögð af ofdrykkju af þessum sökum, að grípa varð til þeirra ráða, að skylda framleiðendur til að láta af hendi — gegn greiðslu auðvitað — meiri hluta þessara brenndu drykkja. Opinberir starfsmenn framkvæma ,,suðuna“ í stórvirkum bruggunarvélum, skrá hjá sér magnið af brennivíni hjá hverjum vínekrueiganda, og svo er fylgzt með því, að þeir láti það af hendi, nema eitthvert lítið magn, tiltölulega fáa lítra, sem þeir mega halda eftir til heimilisnota. Hér verður ekki bent á leiðir út úr áfengisvandamálum Islendinga, sem vissulega eru mikil og erfið viðureignar. Þessar hugleiðingar eiga einungis að sýna, að það væri spor í öfuga átt að losa um hömlur á aðgangi að áfengi eða reyna að kenna fólki að drekka í hófi með því að hafa létta áfenga drykki á boðstólum víðar en nú er eða við vægu verði. Það væri að fara úr öskunni í eldinn. B. L. J.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.