Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 15.12.1958, Blaðsíða 23
HEILSUVERND 115 farin sumur. En í hinum hlutanum sást varla maðkur í nokkurri rófu. Takmörkin á milli sýkta hlutans og hins maðklausa voru nákvæmlega hin sömu og áburðarmörkin, og alveg ótrúlega skörp, engu líkara en einhver ósýnileg girðing hefði varnað maðkinum að komast yfir þessa línu. Hér er aðvitað ekki um vísindatilraun að ræða. En reynsla trúverðugra manna, úr hvaða stétt sem er, hefir engu minna gildi en tilraunir hálærðra vísindamanna, sé hún rétt túlkuð. Það er slík reynsla, sem hefir verið leið- arsteinn mannkynsins frá örófi alda, vísað frumstæðum þjóðum allra landa inn á réttar leiðir til viðhalds og vernd- unar kynstofninum, kennt mönnum, svo dæmi sé nefnt, að borða skarfakál og fleiri jurtir, eða nýrnahettur og fleiri líkamshluta veiðidýra, til að lækna skyrbjúg, kennt einhverri formóður okkar Islendinga að búa til skyr, o. s. frv. Hvað það er í hrossataðinu, sem fælir maðkinn eða fluguna á brott, skal ósagt látið. Ekki er ólíklegt, að hægt væri að ná sama árangri með safnhaug búnum til úr hvaða áburði sem vera skal, eins og formælendur hinna lífrænu ræktunaraðferða kenna okkur. B. L. J. <o> GJÖF I HEILSUHÆLISSJÓÐ. Þingeyri, 27/11 1958. Náttúrulækningafélag Islands, Reykjavík. Ég undirritaður sendi yður að gjöf hjálagt skuldabréf, 1.000.00 kr. Ég er mjög ánægður með að geta stutt svo gott málefni eins og þetta. Virðingarfyllst. Sveinn Brynjólfsson, Þingeyri, DýrafirÖi. Kærar þakkir. Stjórn N.L.F.l.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.