Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 25
HEILSUVERND
117
Stundum er talið, að bakteríur eigi sök á myndun gall-
steina. En séu slímhúðirnar heilbrigðar, er ekkert að ótt-
ast, og slímhúðarbólgan er því í raun réttri aðalorsökin.
Menn geta gengið með gallsteina árum eða áratugum
saman án þess að vita af því eða finna til nokkurra óþæg-
inda. En leiti steinarnir út í gallganginn, fylgja því mjög
sárar þrautir. Venjulega nota læknar morfín eða önnur
deyfilyf til að lina kvalirnar. En slík lyf lama alla líkams-
starfsemina. Þrautir sjúklingsins má lina með því að leggja
hann í eins heitt bað og hann þolir, hafa kalda bakstra
á enni hans og sjá fyrir góðri loftræstingu í baðherberg-
inu. Vatninu er alltaf haldið hæfilega heitu og sjúklingur-
inn látinn liggja í því eins lengi og þörf krefur, allt að hálf-
um klukkutíma eða lengur.
Varast skal samt að nota þessa aðferð við þá, sem þjást
af sjúkdómum í hjarta, æðum, nýrum eða lungum, og
einnig skal höfð sérstök varúð við aldraða og veiklaða
sjúklinga. Sé ekki hægt að nota heitt bað, skal leggja heita
bakstra á sjúklinginn, ofarlega á kviðarholið.
Áhrif heita baðsins eru þau m. a., að sjúklingurinn verð-
ur slappur og slakar á öllum vöðvum. Gallsteinninn kemst
þá auðveldlegar leiðar sinnar og veldur sjúklingnum ekki
eins miklum þrautum.
Orsakir. Talið er, að stundum eigi bakteríur sök á mynd-
un gallsteina. En séu slimhúðirnar heilbrigðar, er ekkert
að óttast. Slímhúðarbólgur í lifur og gallblöðru eru því
aðalorsök gallsteina og gulu. En af hverju stafa þær? Þær
eiga sér svipaðar orsakir og bólgur í öðrum slímhúðum
líkamans, rangt fæði og óholla lifnaðarhætti, og sérstak-
lega ber að nefna ofneyzlu feitmetis og krydds og áfengis-
neyzlu.
Meðferð. Af langri reynslu get ég fullyrt, að gallsteina
er langoftast hægt að lækna án uppskurðar, að minnsta
kosti ef sjúklingurinn er ekki eldri en 55 til 60 ára. Og
eldra fólk ætti einnig að reyna aðrar aðferðir, áður en
gripið er til skurðaðgerðar. Hér verða ekki látnar í té