Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 26

Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 26
118 HEILSUVERND nema fáeinar almennar bendingar, því að nákvæm með- ferð verður að miðast við ástand hvers sjúklings fyrir sig. Gott er að byrja á því að taka inn milt hreinsunarlyf til að hreinsa vel meltingarfærin, og drekka nóg af volgu vatni á eftir. Þann dag og næstu daga á ekkert að borða nema nýjan aldinsafa og volgt vatn. Og daglega þarf að setja sjúklingnum stólpípu. Þetta á við bæði um gallsteina og venjulega gulu, sem læknast á fáeinum dögum. Sjúkl- ingurinn ætti síðan að lifa um hríð eingöngu á nýjum ald- inum og nýju grænmeti, aðallega ósoðnu. Og síðan verður hann alltaf að gæta hófs í neyzlu feitmetis, svo sem rjóma, feitra osta o. s. frv., svo og að forðast eftir föngum ein- hæfa eggjahvítufæðu og kolvetnafæðu (sykur og sætindi, hvítt hveiti, kökur og búðinga). ennfremur tóbak og áfenga drykki. (Lausl. þýtt úr Health Culture). <o> HINIR VITRUSTU EIGA AÐ STJÓRNA. Við viljum ekki stofna ríki með sjúkum þegnum og ör- bjarga. Fyrirmyndarríki hlýtur að annast líkamsrækt þegna sinna framar öllu öðru. Þó er ræktin við líkamann ekki einhlít, því að það gerir menn fávísa að sinna engu öðru. Það er niðurlægjandi að leita hjálpar hjá læknum, er menn hafa svallað sér til óbóta og gert líkamann að sorp- ræsi óhollra efna. Það nægir ekki, að börnin fái viturlegt uppeldi. For- eldrar þurfa umfram allt að vera heilir heilsu. Aldrei mun nokkurt ríki þrífast vel né heldur mann- kynið, nema hinir vitrustu verði gerðir að þjóðhöfðingj- um og stjórnendum, nema þekkingin og valdið fari saman. (Platon).

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.