Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 27

Heilsuvernd - 15.12.1958, Síða 27
HEILSUVERND 119 Gekk 450 km. án matar Sænsk kona, Inga-Britt Wallstedt að nafni, vann sér það til frægðar síðastliðið sumar að fara fótgangandi frá Sundsvall við Eystrasalt til Þrándheims í Noregi á fast- andi maga. Hún hafði árum saman verið sjúklingur en endurheimt heilsu sína með mjólkur- og jurtafæði og öðr- um breytingum á lifnaðarháttum. M. a. hafði hún oft fast- að lengri eða skemmri tíma í lækningaskyni, og lengst hafði hún fastað í 42 daga. Eins og þeim er kunnugt, sem lesið hafa Heiisuvernd og önnur rit N.L.F.I., er fasta að margra reynslu eitt hið bezta læknisráð í ýmsum sjúk- dómum. Meðan á föstunni stendur, drekka menn vatn eftir þörfum eða annan vökva, svo sem seyði af grænmeti eða jafnvel aldinsafa blandaðan vatni. Menn skyldu þó ekki leggja út í lengri föstur án leiðbeininga. Þátttakendur í förinni voru 9. Þetta var skemmti- og fræðsluferð. Farið var eftir gömlum pílagrímagötum og allir klæddir pílagrímabúningum. Fararstjóri var prestur. Inga-Britt Wallstedt var eina konan og hún ein var fastandi. Allir hinir lifðu á venjulegu fæði. Hún var með öllu óvön lengri göngum. Hún drakk 2 lítra af vökva daglega, þar af 3—4 glös af aldinsafa, sem aðallega var vínberjasafi. I honum fékk hún auðvitað nokkra næringu. Fyrsta daginn var gengið 37 km, en annars voru dagleiðirnar frá 15—37 km. Vegalengdin öll var 450 km, sem þau fóru á 3 vik- um. Hún fékk smáfleiður á fót fyrsta daginn, en að öðru leyti var líðan hin bezta allan timann. Ferðafélagar henn- ar voru alltaf borðandi og drukku óspart kaffi. Og þeir báru sig öllu verr en hún hvað þreytu og fótaverki snerti. (Þýtt úr sænsku).

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.