Heilsuvernd - 15.12.1958, Side 28

Heilsuvernd - 15.12.1958, Side 28
120 HEILSUVERND Sænskir læknar gegn sælgætisneyzlu Fyrir nokkru gengust sænskir tannlæknar fyrir stofnun félags, í því skyni að vinna gegn tannskemmdum, m. a. með áróðri gegn neyzlu sykurs og sælgætis. Þekktir sænsk- ir læknar hafa gengið í lið með þeim, m. a. Gunnar Fischer, prófessor í heilsufræði við „karolinska Institutet“ í Stokk- hólmi og deildarstjóri við „Statens institut för folkhálsan", höfundur fjölda ritgerða, aðallega um bakteríufræði og heilsufræði. Hann kveður sannanir fyrir áhrifum sælgætis á tennurnar svo víðtækar og óyggjandi, að ekki sé annað verjandi en að gerðar séu nú þegar öflugar ráðstafanir til að draga úr hinni miklu sykur- og sælgætisneyzlu barna og unglinga. Eins og gefur að skilja, eru sænskir sælgætisframleið- endur lítt hrifnir af þessum kenningum. Og þeir hafa feng- ið kunna lækna í lið með sér til að mæla sykri og sælgæti bót og reyna að telja fólki trú um, að engin hætta sé á ferðum og sykur og sælgæti sé haft fyrir rangri sök. Þeir vilja bíða eftir árangri innlendra rannsókna, sem gætu tekið mörg ár, enda þótt úi og grúi af erlendum tilraunum og rannsóknum, sem hafa sannfært alla hlutlausa aðila um, að sykur og sælgæti séu stærstu tannspillarnir. Á Islandi hefir oft verið bent á þá hættu, sem stafar af sælgætisbúðum í næsta nágrenni barna- og unglinga- skóla, en þangað þyrpast börnin í frímínútum og kaupa sælgæti og kóladrykki, sem stuðla einnig að tannskemmd- um. Svíar hafa ekki farið varhluta af þessu vandamáli. Um það segir prófessor Fischer á þessa leið: „Ég vil hvetja hlutaðeigandi yfirvöld til þess að ganga að því með oddi og eggju, að sælgætissölum sé útrýmt úr næsta nágrenni skólanna. Hver slík sælgætissala kostar

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.