Heilsuvernd - 15.12.1958, Page 35
HEILSUVERND
127
Þann 17. júní, eða eftir 11 vikur ,var hægt að fara með
Hanny út í garð í legustól. 1 lok mánaðarins fór ég með
hana i bifreið minni til sjúkrahússins til þess að taka rönt-
genmyndir af hinum sjúku liðamótum. Áður en 8 vikur
voru liðnar, höfðu bólgurnar á hendinni opnast, svo að
gröfturinn vall út. Við það linuðust þrautirnar í hendinni,
og það var hægt að gera sér vonir um, að hinir sýktu hlut-
ar beinsins mundu losna frá og ganga út. Og röntgenmynd-
irnar sýndu, að beinflísar voru einmitt byrjaðar að losna
frá. Mestar áhyggjur hafði ég út af berklahreiðri með
bólgu á hægra fæti. Ég setti gipsumbúðir um fótinn, tók
þær af eftir mánuð, og hann læknaðist að fullu, án þess
að bólgan opnaðist.
Héndurnar reyndu meira á þolinmæðina. Sjúklingurinn
hélt áfram sama mataræðinu og notaði sól og sólböð. Henni
fór stöðugt fram. Ég sá hana einu sinni í mánuði. For-
eldrar hennar spurðu mig, hvort þau ættu að dvelja með
hana í háfjallalofti um tíma, en ég svaraði þeim því, að
mataræðið hefði meiri þýðingu en háfjallaloftið. Og næsta
sumar, í júlímánuði, gat Hanny svo farið í sumarfrí með
bræðrum sínum. Ári síðar tók hún þátt í margra klukku-
tima fjallgöngu í Alpafjöllunum.
Árið 1935 er Hanny mjög heilsugóð, iðkar fjallgöngur
og er líkamlega sterkari en jafnöldrur hennar, sem lifa
á kjöti.
Franklin Bircher, lceknir.
(Þýtt úr þýskuJ.