Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 4

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 4
66 HEILSUVERND Esra Pétursson, lœknir: Skaðsemi tóbaksreykinga (Grein þessi er úr mánaðar- ritinu Einingu, nóv. 1958, og birtist hér með góðfúslegu leyfi ritstjórans fyrir hönd ritsins og höfundar, sem er fjarstaddur). öldum saman hafa Indíánar í Vesturheimi iðkað tó- baksreykingar. Þegar Columbus lenti í Vestur-Indlands- eyjum árið 1492 sá hann þar, að bæði konur og karlar reyktu i löngum pípum, sem þeir kölluðu „tobacos“, þurrk- uð blöð tóbaksplöntunnar. Það var þó ekki fyrr en rúm- um hundrað árum síðar, að tóbakið tók að ná verulegri útbreiðslu í Evrópu. Talið er, að Sir Walter Raleigh hafi fyrstur flutt það til Bretlandseyja á dögum Elísabetar drottningar. Allir kannast við söguna um þjón hans, sem hélt, er hann sá húsbónda sinn sitja og reykja langa pípu, að kviknað væri í honum og steypti því fullri vatnsfötu yfir hann. Á þeim 350 árum, sem síðan eru liðin, hefur tóbakið náð slíkri útbreiðslu, að undrum sætir, og hefur ekkert annað nautnalyf komizt í hálfkvisti við það. Nú reykir allur heim- urinn, jafnt hvítir menn sem svertingjar, Indíánar og Kín- verjar, Islendingar og Danir. Það verkar svipað á alla, og munurinn á áhrifum þess á Vesturlandamenn og Asíubúa er ekki sá sami og gildir um morfín- og haschis-notkun. Ekki hefur loftslagið heldur áhrif á útbreiðslu þess, eins

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.