Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 27

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 27
HEILSUVERND 89 Tannskenimdir meðal irumslæðra þjóða I síðasta hefti var lýst heimsókn dr. W. Price og konu hans til Eskimóa og Indíána í Norður-Ameríku. I þetta sinn hittum við þau á Suðurhafseyjum í Kyrrahafi og meðal hitabeltisþjóða Afríku. Á Suðurhafseyjum. Þangað fóru þau hjónin árið 1934. íbúum Nýju Kale- dóníu lýsir dr. Price sem herðabreiðum og vöðvamiklum mönnum. Fæði þeirra er fiskmeti, aðallega skelfiskur, jurt- ir, rætur, aldin, bæði hrátt og soðið. Meðal þeirra, sem lifa á hinu frumstæða fæði eyjaskeggja, fann dr. Price svo að segja engar skemmdar tennur — aðeins 0,14%. En menningin hafði lagt undir sig suma staði, og þar voru tannskemmdir í fullum blóma, um 26%. Líkt var að segja um íbúa Fidji-eyja. Árið 1934 voru tannskemmdir þar að- eins 0,42%. En tveimur árum síðar kom dr. Price þangað aftur. Þá hafði menningin sett stimpil sinn á íbúana, því að tannskemmdir voru víða komnar upp í 30%. Eins og víðast á ferðum sínum meðal frumstæðra þjóðflokka mættu þau hjón þarna gestrisni á háu stigi.. Á Markesas-eyjum bjó áður fyrr þjóðflokkur annálaður fyrir hreysti og fagra líkamsbyggingu. Nú höfðu flestir sagt skilið við forna lífshætti og tekið upp matarvenjur hvítra manna. Enda var ástand tannanna hörmulegt, tann- skemmdir 35—40%, og berklar voru mjög útbreiddir. Á Tahiti og mörgum öðrum eyjum var hnignunin ekki eins langt komin, og mátti finna heila hópa fólks, sem lifðu enn á frumstæðu fæði og héldu öllum tönnum heilum. Hvítir menn flytja í vaxandi mæli ýmsar matvörur, aðal-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.