Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 19
HEILSUVERND 81 merki um vanþroska þeirra: 1 glerungnum voru smáþól- ur, og niðurröðun strendinganna, sem hann er gerður af, var óregluleg; kalkmyndun tannbeinsins var ófullnægj- andi; og er hvolparnir stækkuðu, fór að bera á rýrnun í tannbeininu og fleiri sjúklegum breytingum, sem jukust dag frá degi, mjög líkar þeim, sem finnast í tannátu hjá mönnum. Virtist hér um einn og sama sjúkdóm að ræða. Ennfremur komu stundum sjúklegar breytingar í kjálka- beinið umhverfis tannrótina, nákvæmlega sama eðlis og í tannslíðursbólgu (pyorrhoea alveolaris) í mönnum. Og allar þessar breytingar urðu við það eitt að bæta sykri í fæði hvolpanna, sem var eðlilegt að öðru leyti. f daglegu fæði barna er oft meiri sykur en sem svarar 3—6 g á kg líkamsþunga. Og þar verða áhrifin þeim mun afdrifaríkari og skjótari, sem í fæði þeirra eru önnur ein- hæf matvæli, svo sem hvítt hveiti og hýðislaus hrísgrjón. Hjá mörgum einstaklingum nema þessar einhæfu fæðu- tegundir % hlutum allrar fæðutekju (á fslandi eru þær % til % allrar fæðutekju landsmanna að meðaltali). Og það er fullkomin blekking að halda því fram, að þetta sé hægt að bæta upp með neyzlu ávaxta, grænmetis eða til- búinna fjörefna; til þess er misræmið í næringunni alltof mikið og víðtækt. Auk þess líta hinir japönsku vísindamenn svo á, að hér sé ekki aðeins um að ræða vöntun fjörefna og fleiri næringarefna, heldur einnig röskun á eðlilegu jafn- vægi milli sýru og lútar í blóði og líkamsvökvum, þannig að sýrurnar aukist. Katase og samverkamenn hans láta þess getið, að árið 1930 hafi tannskemmdir og tannslíðurbólga verið ákaflega tíðir sjúkdómar í Bandaríkjunum, þar sem sykurneyzla hafi verið komin upp í 45 kg á hvert mannsbarn að meðal- tali, en mjög sjaldgæfir í Kína, en þar var sykurneyzlan aðeins 2 til 2,5 kg. Þeir benda ennfremur á það, að tann- burstun sé lítil eða engin vörn gegn tannátu. Dæmi um þetta megi sjá á Formósu, þar sem 60% Japana, sem standa á háu menningarstigi, eru með tannskemmdir, 40%

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.