Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 18
80 HEILSUVERND einn fjórða hluta miðað við fyrri neyzlu. Jafnframt minnk- uðu tannskemmdir samkvæmt skoðun á skólabörnum um 25—50%. Eftir stríðslokin færðist mataræðið í sama horf og áður — og tannskemmdirnar sömuleiðis. Því miður virðast menn lítið vitkast, þó að staðreyndir slíkar sem þessar blasi við. Menn heimta sannanir, vís- indálegar sannanir. Rétt eins og lífið sjálft, reynsla heilla þjóða, sé ekki meira virði en tilraunir með einstök efni á fáeinum tilraunadýrum í rannsóknarstofum. Gleymum því ekki, að nútíma vísindi eru hvað eftir annað að „upp- götva“ sannindi, sem frumstæðir og menningarsnauðir for- feður okkar hafa vitað öldum saman. T. d. það, að skyr- bjúg má lækna og koma í veg fyrir með því að eta spírað korn eða spíraðar baunir — við spírunina myndast C- fjörefni — eða með því að borða skarfakál og annað græn- meti, og ennfremur með því að eta nýrnahettur og augu veiðidýra. Nútíma vísindarannsóknir í næringarfræði eru ómetanlegar. En þær eru tvíeggjað sverð að því leyti, að þær slá marga blindu fyrir þeim lærdómi, sem hægt er að nema af lífinu sjálfu. Nú er ekki fyrir það að synja, að vísindalegar sannanir hafa verið færðar fyrir skaðsemi sykurs, bæði með til- raunum á dýrum og mönnum. Hefir vísindamönnum ver- ið kunnugt um sumar þessar tilraunir í fjórðung aldar og vel það. Árið 1931 birtist hér í Evrópu skýrsla um rannsóknir, sem japanski vísindamaðurinn Katase og samverkamenn hans höfðu gert til að kanna áhrif sykurs á tennur og önn- ur líffæri dýra. Þeir gáfu hvolpum ákveðinn skammt af sykri, áður en þeir fóru að taka fullorðinstennur. Nam daglegur skammt- ur 3 til 6 grömmum á hvert kílógramm líkamsþunga (svar- ar til þess, að ársgamalt barn fái 30—60 g af sykri á dag eða 6—12 sléttfullar teskeiðar). Fyrstu áhrifin urðu þau, að fullorðinstennurnar komu síðar upp en ella. Smásjárskoðun á tönnunum sýndi ýms

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.