Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 29
HEILSUVERND
91
Víða er þunguðum konum og konum með börn á brjósti
séð fyrir sérstöku mataræði. Og það er ekki látið nægja,
heldur er einnig ætlast til, að konur vandi sérstaklega til
viðurværis síns í 6 mánuði áður en þær giftast eða hugsa
sér að verða barnshafandi. Og yfirleitt hafa mæður börn
sín á brjósti í 2 til 3 ár.
Ýmislegt er það í matarvenjum sumra þessara þjóða,
sem siðmenntuðu fólki mundi bjóða við. Þannig er flugna-
tegund notuð til matar, veidd í stórum stíl, þurrkuð og
geymd og notuð í búðinga. Þetta þykir ljúffeng og holl
fæða. Og rannsóknir hafa sýnt, að hún inniheldur mikið
af fjörefnum. Maurar eru einnig ljúffeng og fjörefnarík
fæða.
Á þessu ferðalagi skoðaði dr. Price tennur í mörg þús-
und manns. Undantekningarlaust voru tannskemmdir í ör-
um vexti meðal þeirra, sem höfðu tekið upp fæði hvítra
manna, en litlar eða engar hjá hinum. Dr. Price taldi út-
komuna bezta hjá þeim þjóðflokkum, sem lifðu bæði á
dýra- og jurtafæðu, tannskemmdir minni og líkamsbygging
fullkomnari heldur en hjá hreinum jurtaætum. En það var
aðallega fólk, sem lifði á akuryrkju og borðaði kornmat
sem aðalfæðu. Meðal Arabakynflokks eins voru karlar
yfirleitt yfir 6 fet á hæð, sumir 7 til 7y2 fet, og konur
margar 6 fet.
I Nílardalnum voru áhrif menningarinnar meiri en ann-
arsstaðar. Matreiðslumaður einn í stóru gistihúsi hafði 20
tennur skemmdar, en í 9 öðrum stafsmönnum fannst engin
skemmd tönn, enda höfðu þeir til þessa tíma nærzt ein-
göngu á frumstæða vísu.
SYKRUÐ FJÖREFNALYF VALDA TANNSKEMMDUM.
I norsku dagblaði er sagt frá barni með allar tennur
gjöreyðilagðar, og orsökin talin mikil neyzla sykraðra
fjörefnalyfja. Voru það m. a. sykurhúðaðar töflur.
(HÁLSA, 1959, 6).