Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 9
HEILSUVERND 71 ingi meiri en nú, mundi af því hljótast óbætanlegt tjón. Hann telur, að meðal 50 milljón íbúa Vestur-Þýzkalands mundu þá fæðast milljón böm með breytingar í erfða- stofnum, og 3—10 milljónir með alvarlegar skemmdir, sem kæmu fram þegar í fyrsta ættlið hjá einum af hverjum 10 börnum. Auðvitað er sama máli að gegna um aðrar þjóðir. Þegar við minnumst þess, að geislavirkni vatns við San Franciskóflóann 200-faldaðist á einum rigningardegi (sjá síðasta hefti), er það næsta auðskilið mál, að geislamagn sé nú komið nálægt hættumarki eða yfir það fyrir hundr- uð þúsunda eða jafnvel milljónir manna víðsvegar um heim. Enn sem komið er verða miklar sveiflur í geisla- virkni andrúmsloftsins, því að vindar dreifa fljótt hinu geislavirka ryki, sem myndast við hverja sprengingu. En smámsaman eykst magn þessara geislavirku efna, bæði frá kjarnasprengjum og kjarnorkuverum, og hinir hættu- legu geislar verða með tíð og tíma nokkuð jafndreifðir um öll neðri loftlög jarðar. Til að mæla geislamagn er notaður svokallaður Geiger- teljari, kenndur við mann þann, er fann hann upp. 1 gegn- um lítinn glugga á teljaranum sjást neistar, þeim mun fleiri sem meira er af geislavirkum efnum í umhverfinu. Til skamms tíma var talið hættulaust, að mælirinn sýndi 8 neista á mínútu. Nú hefir geilsavirkni loftsins aukizt, og töldu menn um skeið ekki hættu á ferðum, þó að telj- arinn sýndi 14 neista á mínútu, og hafa nú jafnvel hækk- að hættumarkið upp í 18—20 neista á mínútu. Geiger- teljarinn minn sýnir oft hærri tölur. Og komi hann t. d. nálægt klukku með sjálflýsandi tölum, er neistabrakið eins og vélbyssuskothríð. Enda vara sérfræðingar fólk við því að bera armbandsúr með sjálflýsandi skífum. Eftir kjarnorkutilraun í Bandaríkjunum var gerð rann- sókn á skjaldkirtlum úr kúm og kindum í 2000 km fjar- lægð frá sprengjustaðnum, og reyndist geislamagnið í kirtlunum 100 sinnum meira en venjulega. Við svipaðar

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.