Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 24
86 HEILSUVERND Viðtal við þýzkan vísindamann Prófessor Wilhelm Halden er þekktur þýzkur vísinda- maður á sviði lífefnafræði og næringarfræði. Árið 1929 kom út stór bók eftir hann og tvo starfsfélaga hans, og fjallaði hún um rannsóknir á efnakljúfum (enzymum) og fituefnum. Siðan hefir hann aðallega lagt stund á fjörefna- rannsóknir og hefir komið sér upp rannsóknarstofu í Graz, sem er önnur stærsta borg í Austurríki, en þar er hann háskólakennari í næringarfræði. Eftir síðustu heimsstyrj- öld varð hann einn af sérfræðingum heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) í næringarfræði og hefir þar unnið sér góðan orðstír. I sænska tímaritinu Hdlsa birtist nýlega (4. hefti 1959) viðtal við prófessor Halden. Hann telur brýna nauðsyn bera til að breyta sem allra fyrst mataræði almennings. Ættu sjúkrahúsin að ríða á vaðið, og síðan ætti að vinna að samskonar breytingum á matarvenjum í heimahúsum og matsöluhúsum. Hann telur rétt fæði bezta ráðið til að auka mótstöðuafl líkamans gegn sjúkdómum, og í því skyni þurfi að auka neyzlu á mjólk og mjólkurafurðum, ósigtuð- um kornmat, grænmeti, aldinum og hunangi, en draga að sama skapi úr hvítu mjöli, sykri og kjöti. Prófessor Halden borðar sjálfur kjöt og álítur litla kjötneyzlu ósaknæma. Hinsvegar telur hann enga nauðsyn bera til að neyta kjöts eða fisks, og hann kveðst bera fulla virðingu fyrir sjónar- miði þeirra, sem borða ekki kjöt eða fisk af trúarlegum eða siðferðislegum ástæðum. Prófessorinn átelur hina geysilegu notkun lyfja, sem oft geri illt verra. M. a. deyfa þau sársaukatilfinningu, sem er eitt af náttúrulegum aðvörunarmerkjum líkamans, og í skjóli þeirra heldur sjúkdómurinn áfram að grafa um sig,

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.