Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 20

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 20
82 HEILSUVERND Kínverja en aðeins 1—11% 'hinna frumstæðu og menning- arsnauðu Malaja. Samt bera þeir ekki brigður á, að með réttri tannhirð- ingu sé hægt að vinna nokkuð gegn tannátunni, en til þess þarf að bursta tennur eftir hverja máltíð, einkum ef etin eru sætindi eða fínn mjölmatur á milli máltíða. Sykurleðja vill setjast á milli tannanna, gerlar í munnin- um breyta honum í sýrur, og bæði gerlarnir og sýrumar stuðla að því að stækka holur og sprungur, sem komnar eru í glerunginn og tannbeinið. En meginorsök tann- skemmdanna og tannslíðurbólgunnar telja þeir einhæfa fæðu, sem veldur því, að blóðið flytur tönnunum ekki full- nægjandi næringu, þannig að þær skemmast innan frá og standa síðan berskjaldaðar gegn árásum sýkla í munni. Hinir japönsku vísindamenn létu ekki við það sitja að rannsaka áhrif sykurs á tennur. Þeim var ljóst, að þau mundu ná til fleiri líffæra. Enda fundu þeir við frekari tilraunir, að hjá ungviðum í örum vexti urðu sjúklegar breytingar m. a. í beinum, og það af enn minna sykur- magni en þurfti til að valda tannskemmdum. Við þessar tilraunir notuðu þeir einnig kanínur. Af V4 g sykurs á kg líkamsþunga fundust engar sjúklegar breytingar. En ef gefið var V2 g á kg, fundust vefjabreytingar í beinum frá 7. degi, frá 5. degi, ef gefið var 1 g á kg og frá 3. degi, ef gefið var 1.5 g á hvert kg líkamsþunga. Þessar breytingar byrjuðu í merg og í kastlínum, og að lokum kom fram beingisnun (osteoporosis), sem dregur mjög úr styrkleika beinanna. Vísindamönnum kom það mjög á óvart, hve skamman tíma þurfti til að framleiða þessar breytingar. Og hjá hundum þurfti til þessa sykurmagn, sem nam 0,8 g á hvert kg líkamsþunga, en hjá kanínum aðeins 0,5 kg. Sé gert ráð fyrir, að börn þurfi 1 g af sykri á hvert kg líkamsþunga til þess að svipaðar vefjabreytingar verði, svarar það til þess, að 5—6 ára barn, sem vegur 20 kg, borði 20 g af sykri á dag, en það eru ekki nema 4 slétt- fullar teskeiðar af strausykri.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.