Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 8
70 HEILSUVERND Ebba Waerland: Mesti heilsuvoðinn. - Geislunareitrun (Framhald). Hvaða sjúkdómar eru það aðallega, sem aukin geisla- virkni hefir í för með sér? Það eru starblinda, illlæknan- legar ígerðir, einkum í munni og hálsi, skemmdir á háls- eitlum, skjaldkirtli og eitlum víðsvegar um líkamann, svo og á innkirtlum, á lifur og milti, ennfremur sár í maga og þörmum, skemmdir á beinmerg, innvortis blæðingar og sár, krabbamein og hvítblæði. Konur eru 6 sinnum viðkvæmari en karlar fyrir þess- um geislum, og börn ennþá viðkvæmari. Og allra viðkvæm- ast er fóstrið í móðurkviði. Þessu er haldið fram af prófessor Harries við frumeindarannsóknarstöðina í Oak- land í Bandaríkjunum. f nýútkominni ritgerð eftir dr. Beck, yfirlækni við barnasjúkrahúsið í Bayreuth, er frá því sagt, að síðan 1950 hafi tala vanskapaðra barna í sjúkrahúsi hans þrefaldast, og að auðvelt sé að sanna, að þessi aukn- ing sé afleiðing af aukinni geislavirkni. Það hefir sem sagt komið í ljós, að vansköpuð börn fæðast flest nokkrum mánuðum eftir hverja kjarnasprengjutilraun. Þýzki erfðafræðingurinn prófessor R. W. Kaplan, hefir Iátið í Ijósi þá skoðun sína við þýzku kjarnorkunefndina, að ef geislavirkni í umhverfi okkar yrði að staðaldri iielm-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.