Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 6

Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 6
98 HEILSUVERND- Esra Péturssonj, læknir: Skaösemi tóbaksreykmga (Grein þessi er úr mánaðar- ritinu Einingu, nóv. 1958, og birtist hwr með góðfúslegu leyfi ritstjórans fyrir hönd ritsins og höfundar, sem er fjarstaddur). Niðurlag. Mikil tóbaksneyzla getur leitt til langvarandi (kroniskr- ar) tóbakseitrunar. Mjög er það misjafnt, hve miklar reyk- ingar menn þola án þess að fá tóbakseitrun. Sumir fá hana, þótt þeir reyki aðeins fimm sígarettur daglega. Hún er algeng hjá þeim sígarettureykingamönnum, sem reykja ,,ofan í sig“, eins og það er kallað. Það er: sjúga reykinn ofan í lungun. Á hér við að geta þess, að samanlagt yfirborð hinna minnstu lungnablaða er 60 fermetrar. Mun minni hætta af tóbakseitrun er þeim mönnum búin, sem reykja pípu, enda reykja þeir færri ofan í sig. Hin lcroniska tóbakseitrun lýsir sér þannig, að maðurinn verður eirðarlaus og í slæmu jafnvægi, og ágerizt þetta við lélegan nætursvefn. Oft fylgir þessu höfuðverkur og svimi, matarlystin minnkar og getur þetta leitt til mikillar megr- unar, þó þarf ekki svo að vera. Meltingartregða er algeng, en stundum fylgir slæmur niðurgangur. Mjög einkennandl eru óþægilegar tilfinningar frá hjarta og æðum. Oft er hjartslátturinn þungur eða hraður og óregla á hjartaslög- um. Hjartað sleppir úr slögum, og koma svo aukaslög all- þung á eftir. Það er líkast því sem hjartað hafi dottið eða

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.