Heilsuvernd - 01.12.1959, Page 13
HEILSUVERNI)
105
aoeins tíundi hluti fallið til jarðar með regni eða snjó. Og
smámsaman hljóta hinir níu tíundu hlutarnir einnig að
leita til yfirborðs jarðar.
Við erum látin greiða kostnaðinn við þessar óheillavæn-
legu tilraunir, og æ meiri peningar eru drengir úr vasa
okkar til þess að vinna að eyðileggingu okkar sjálfra. —
Hvernig getum við liðið slíkt framferði?
Reiknað hefir verið út, að til varnarráðstafana almenn-
ingi til handa sé varið aðeins % af hundraði þess fjár, sem
fer í leit og framleiðslu árásarvopna, er valda dauða og
öðrum hörmungum. Nokkur afsökun er það, að enn þekkj-
ast engin ráð til varnar gegn verkunum kjarnorkunnar, svo
að segja má, að ekki sé þar um neina vanrækslu að ræða.
Menn spyrja: Hvernig þora ráðamenn þjóðanna að taka
á sig þá ábyrgð að reisa kjarnorkuver í þéttbýli? Trúa
þeir sjálfir fullyrðingum sínum um loftvarnir? Er þeim
ekki Ijóst, hvað í húfi er fyrir heilsu manna, ef geislamagn
í lofti, vatni og matvælum fær að aukast jafnt og þétt?
Ber þeim ekki skylda til að láta rannsaka matvæli til
að komast að raun um, hvort þau innihalda ekki nú þegar
það mikið af geislavirkum efnum, að helsu okkar sé óbætan-
legt tjón búið?
f útvarpserindum sínum varar Albert Schweitzer fólk
við því að láta blekkjast af fögrum orðum. Hann kveður
lýsingar á svonefndum ,,hreinum“ kjarnasprengjum, sem
láti ekki eftir sig nein skaðleg geislavirk efni, hina mestu
fjarstæðu. f þessum sprengjum er, eins og í öðrum kjarna-
sprengjum, efnið úran 235, og þegar það sundrast, myndast
alltaf geislavirk úrgangsefni. Eini munurinn er sá, að þessar
„hreinu“ sprengjur hafa ekkert úran 238 utan um sig eins
og hinar og eru því nokkru veikari. Schweitzer telur þær
komnar fram sem eins konar glingur til að lægja kvíða-
öldur fólks, en ekki til hernaðar. Og hann spyr, hver hafi
veitt stjórnvöldum þjóðanna leyfi til að gera á friðartímum
tilraunir með efni, sem baki óbætanlegt heilsutjón ekki
aðeins núlifandi mönnum heldur og komandi kynslóðum.