Heilsuvernd - 01.12.1959, Page 17
HEILSUVERND
109
að lifa lífi sínu og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir,
og þrá hans og leit eftir fegurð og siðgæði.
Því miður eru flest okkar sem lömuð af öllum þessum
nýjungum og lítt skiljanlegu uppgötvunum, og við áttum
okkur ekki á yfirvofandi hættum. Værum við samtaka um
að rísa upp til mótmæla gegn þessu athæfi, sem getur leitt
til tortímingar öllu lífi á jörðunni, ætti að mega skapa svo
sterka andmælaöldu um allan heim, að frekari aðgerðir
hlytu að verða stöðvaðar. Almenningur verður að standa
vörð um rétt sinn og taka örlög sín í eigin hendur. Ella er
tortímingin vís, og við höfum sjálf átt óbeinan þátt í að
leiða hana yfir okkur sjálf og börn okkar. Og þótt við
skeytum ekki um okkur sjálf, höfum við skyldur gagn-
vart afkomendum okkar, þær að láta kyndil lífsins ganga
óskertan til næstu kynslóðar.
Enginn veit, hve langur frestur okkur er gefinn, eða
hvenær sú stund kemur, að engu verði umþokað. 1 „Salz-
burger Nachrichten" 19. okt. 1957 var sagt frá merkilegum
mælingum á botni úthafanna. Þessar mælingar gætu bent
til þess, að jörðin væri að klofna í tvennt. Það er jtrófessor
Hugh Blackpole og aðrir þekktir vísindamenn, sem hafa
komizt að raun um, að í botni Atlantshafs og Kyrrahafs
hefir myndazt mikil sprunga, um 35 km á breidd og geysi-
djúp. Hún liggur eftir Atlantshafi endilöngu frá norðri til
suðurs, suður fyrir suðurodda Afríku, hefir einnig fundizt
við Nýja Sjáland og gengur alla leið norður undir Alaska.
1 mestu hafdjúpunum er sprungan breiðust. Hvernig hefir
hún myndazt? Þeirri spurningu ætti ekki að vera erfitt að
svara, þegar það er hugleitt, að stöðugt er verið að varpa
kraftmiklum kjarnasprengjum í úthöfin.
o—O—o
1 Þýzkalandi, Englandi, Japan og fleiri löndum hafa verið
rnynduð samtök karla og kvenna, sem beita sér fyrir
mótmælum gegn tilraunum með þessi hættulegu öfl. Hafið
þið heyrt getið um amerísku kvekarana, sem hugðust fórna