Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 27

Heilsuvernd - 01.12.1959, Síða 27
HEILSUVERND 11!) inn kominn langt inn á öræfi. I iiuga mér skýtur upp mynd frá liðnu sumri. Tveir bílar þeysa norður Kjöl. Á undan fer grár landrover á ofsaferð. Þar situr Harald- ur við stýri, ölvaður — af fjallalofti og' engu öðru. Eftir fer grænn jeppi. Bílstjórinn þar lieldur um stýrið eins og hann væri með lífið í lúkunum — mér er kunnugast um það — og dregur þó sundur með farartækjunum. Leiðangurinn er nefndur grasaferð, þó að sekkirnir yrðu færri en til stóð. Áfangastaður, farið með tínu og leitað grasa. Skæðagrös, kræða, nauðsynlegt að þekkja sund- ur. Þetta lærist allt, líka það að vita, hvar helzt er að leita. Skýjafar milcið af landsuðri spáir illa um veður- fai morgundagsns. Gnýr vindsins liefur þó ekk enn rof- ið ógnarkyrrð öræfanna. Gagg! segir tófan. Hún hefur læðst fram á harð og starir á mig undrunaraugum. „Þurran vill hún blóði væta góm,“ dettur mér í hug. Skrítið, að hlóðþorstinn skuli líka þrífast hér í kyrrð- inni. Kannske er þar skárri tegund. . . . Seiður öræfanna er að ná tökum á vitund minni og ég ríf mig upp, vakna snður i Reykjavik, stend þar í búð hjá dökkeygðum manni, sem dreymir eins og mig. — „Jæja, jeppinn er vist að verða langeygður að bíða eftir mér. Lit kannske inn aftur hráðlega.“ Svo kveðjumst við eins og menn gera á mölinni. Brumm, hrumm, brumm, umrar jeppinn ánægjulega um leið og hann flýgur í gang, því að nú er förinni heilið ansturyfir Hellisheiði heim í heilsuhælð í Hvera- gerði.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.