Heilsuvernd - 01.12.1959, Side 31
HEILSUVERND
123
þeim hættir til að taka sér dómsvald yfir þeim, sem ekki
eru þeim sammála. Þetta eru lestirinr. En sömu menn eiga
oft dugnað í fórum sínum, sem er ómetanlegur, sé honum
beitt á jákvæðán hátt.
Félagið hefur átt því láni að fagna að hafa í fararbroddi
Jónas Kristjánsson, lækni. Hann er víkingur í lund, ein-
arður, greindur, djarfur og réttsýnn, fæddur baráttumað-
ur. Og svo er hjartað á réttum stað, mannúð og mildi
gagnvart þeim, sem erfitt eiga. Það ríður baggamuninn.
Hefði Jónas ekki verið þessum eðliskostum búinn, væri
sennilega ekkert starfhæft náttúrulækningafélag á íslandi
og því síður heilsuhæli á vegum þess. Enginn félagsskap-
ur, sem beitir þvingunaraðferðum, reynist langlífur, allra
síz t á íslandi. Náttúrulækningafélagið er félagsskapur
frjálsra manna, sem leggja vilja góðu máli lið, — heilsu-
vernd. Menn taka ekki á sig neinar skuldbindingar, þó að
þeir séu félagar, engin heit eru unnin og einskis krafizt.
Hver og einn getur farið með sinn líkama svo sem honum
þóknast. Væri kjötætum og kaffiunnendum útskúfað yrði
bolmagn félagsins lítið á eftir. Þetta er nú sannleikurinn,
hvort heldur hann veldur hryggð eða gleði þeirra, sem
hlut eiga að máli. Annað er það, að stefnan getur ekki
hagað starfi sínu eftir dutlungum einstakra félagsmanna,
því að með því móti yrði fremur um stefnuleysi að ræða.
Nei, stefnan verður að hafa sannleikann að leiðarljósi,
sannleikann um það, hvað manninum er hollast, að svo
miklu leyti sem hann er kunnur, en þegar þann grunn
þrýtur, verður að notast við það, sem næst virðist komast.
Mest veltur á því, að starfað sé í réttum anda af þrótti,
en með tillitssemi. Jákvætt starf á grundvelli frelsis leiðir
til sigurs að lokum. Ofstæki getur blásið upp fyigi um
stundarsakir en veldur síðan pexi og deilum, sem drepa
alla góða viðleitni, því ber að varast það. Þetta á við um
allan félagsskap. Náttúrulækningafélag íslands er ekki
stórt félag, en það á mikilvægt verkefni að vinna, og gott
er að vita af góðum félögum við störf á þeim reinum