Heilsuvernd - 01.12.1959, Qupperneq 35

Heilsuvernd - 01.12.1959, Qupperneq 35
HEILSUVERND 127 í svefnherbergi, þar sem sofið hefur verið fyrir lokuðum gluggum. Meðan við sofum og hvílumst, þurfum við súrefni eins og í vöku. Þess vegna er nauðsynlegt að loftið í svefn- herberginu geti stöðugt endurnýjast. Það léttir einnig húð- inni hreinsistarf sitt, og við vöknum endurnærðari og frískari að morgni og færari til átaka við verkefni dagsins. Þegar stormur er eða kuldi, getum við haft gluggann að sama skapi minna opinn. Og gæta verðum við þess, að rúmfötin séu nægilega hlý, svo að við kennum ekki kulda eða óþæginda. Munum, að hreint loft í hvíld, starfi og svefni er hverjum manni mikilvægt heilbrigðisatriði. Einnig fæðan nýtist okkur betur og fyrr en ella. Efnaskipti líkamans verða ör- ari og fullkomnari. Hreinu lofti fylgir ósjálfrátt dýpri andardráttur og súr- efnisauðugra blóð. Lausl. þýtt. MMSK. Þrjár tegundir fæðu Indveskir heilsufræðingar tala um þrjár tegundir fæðu, og eru þær þessar: „Rajasisk“ fæða, er ef til vill mætti kalla æsifæðu, „tamasisk“ fæða, er nefna mætti tregðu- fæðu, og ,,sattvisk“ fæða, er kallast gæti jafnvægis- eða samræmisfæða. — Dýrafæðan er ýmist „rajasisk" eða ,,tamasisk“ þ. e. a. s. æsifæða eða tregðufæða. — Jurta- fæðan ein er „sattvisk", — hún er hin eina „jafnvægis- fæða“. — Hún verkar friðandi og göfgandi á mannslíkam- ann og þar með á sálina. Sagt er um frægan leikara enskan, að þegar hann átti að leika glæpahlutverk eða hlutverk, sem nálguðust það, hámaði hann í sig kjöt og aðra dýrafæðu í nokkra daga áður en hann steig á fjalirnar, en ætti hann að leika göf-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.