Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 17
IIEILSlJVKlfNl) 105 að ég varð að leggjasl i rúmið vegna hita, er ég álti nokkur fög eftir við kennarapróf, og láta allt bíða næsta vors. Sú bið varð mér sár vonbrigði. Næstu 25 árin voru stöðug barátta við einhverskonar sjúkdóma. Þegar kirtlabólgan virtist lála undan síga og hinn þreytandi kirllabólguhiti var að réna, við sjó- og sól- böð, sem ég stundaði mikið í nokkur ár, tóku bara aði'ir sjúkdómar við. Bólgur fóru að koma í ennis- og kinnaholur, ég fékk taugagigt, hálskirtlarnir tóku að spýta eilri, sem svo or- sakaði liðagigt; hún hvarf þó smátt og smátt, þegar búið var að fjarlægja þá. Eksem var mér líka mjög til ama, og hélt kláði þess fyrir mér vöku hálfar nætur. Hægðatregða, höfuðverkur og andarteppa höfðu verið stöðugir fylginautar mínir frá unga aldri. Nú undrar mig það ekki lengur, því að fæði það, sem ég lifði aðailega á, var mjög snautl af grófefnum, en þau eru meðal annars skilyrði fyrir hreinsun líkamans. Um 45 ára aldur fór andarteppan að ágerast mjög. Áður var ég ekki slæm nema ef ég gekk hratt eða hljóp. Nú brá svo við, að ég fór að fá köst, að því er mér virtist þá, án nokkurs tilefnis. Seinna varð mér Ijóst, að alll hefir sínar orsakir, og hið undursamlega spakmæli, ,,eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera", spannar yfir alla daglega háttu okkar og breytni, og er fæða okkar sízt þar undanskilin. Nótt eina var andarteppan svo slæm, að ég, svefnlaus og áhyggjufull, treysti mér ekki til vinnu næsta dag, en iá í rúminu. Þann dag urðu straumhvörf í lífi mínu. Mér barst í hendur fyrsta bók, sem ég las um leiðir náttúrulækninga; var það bók Are Wáriands „Matur og megin“. Fannst mér þá strax skoðanir þær, sem þar var haldið fram um orsakir sjúkdóma, liggja svo í augum uppi, að ég ákvað að fá mér fleiri bækur af þessu tagi, og kynna mér þær leiðir, sem þar væri benl á til heilbrigði. Nú las ég meira um þessi mál og líkaði vei. Eg sá þó

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.