Heilsuvernd - 01.12.1961, Qupperneq 19
HEILSUVliRNl)
107
degi, hvað þá um líkama, sem hefir verið veikur áratugum
saman, allt frá fæðingu.
Ég er aðeins að byrja að þekkja slafina í stafrófi heil-
brigðinnar, en svo miklu illgresi hefi ég án efa sáð, i van-
þekkingu minni á lögmáium heilbrigðs lífs, að rætur þess
liggja vafalausl duldar i líkama mínum.
Ég get ekki annað en glaðzt yfir því að vita nú, hvað
heilbrigði og eðliiegur svefn er, hvorugt þekkti ég áður.
Nú kann einhver að segja sem svo, að bati minn þurfi
ekki að standa í sambandi við breytta lifnaðarhætti, ofl
eldist kvillar af þeim, er sjúkir hafi verið sem börn og
unglingar. Því er til að svara, að þessu var líka svo farið
með suma mina kvilla. En bæði var það, að heilsa mín
fór yfirleitt hríðversnandi, því lengra sem leið á ævina,
og svo er annað ve'gamikið atriði. Það hefir nokkrum
sinnum komið fyrir, að ég hefi slegið slöku við þær lífs-
reglur, sem ég tel að hafi hjálpað mér. Og aldrei hefir
það brugðizt, að gömlu kvillarnir hafi skotið upp koll-
inum að nýju. Við þau hættumerki sný ég við í skyndi,
og alltaf með sama árangri: sjúkdómseinkennin hverfa
á ný.
Það er vitað mál, að við getum hrófað upp líkömum
okkar með allskonar gerfiefnum, þeir geta meira að segja
litið sæmilega út hið ytra; en aðeins það, sem hefir lífið
í sér fólgið, getur gert þá styrka og þróttmikla, að öðrum
kosti standast þeir ekki áhlaup sýkla og sníkjudýra og
verða sjúkdómum að bráð. Oft segjumst við fá þennan
eða hinn sjúkdóminn, en sjaldnast dettur okkur í hug, að
við séum að neinu leyti ábyrg fyrir þeim eða höfum sáð
til þeirra með óheppilegum matar- eða lífsvenjum.
Við sem höfum fengið siæm spil á hendur hvað heil-
brigði snertir, verðum að vanda okkur þeim mun meir,
sem erfiðara er að spila úr vondum spiium en góðum.
Gott íhugunarefni í þessu sambandi, er í einni bók ame-
ríska læknisins Dr. med. R. Jacksons. Þar segir svo:
„Okkur skjátlast, er við höldum, að við séum líkamir,