Heilsuvernd - 01.12.1961, Page 22

Heilsuvernd - 01.12.1961, Page 22
110 HEII-SUVEHNI) ins“. Héraðið i kring heitir Rhön og er lalið með fegurslu fjallahéruðum Þýzkalands. Hæsla fjallið — AVasserkuppe — er 950 m yfir sjó, en Briickenau liggur í dal 300 m yfir sjó. Um helmingur landsins er skógi klæ'ddur, greni, eik, beyki o.fl., og skógarhögg ein aðalatvinnugrein héraðs- búa, sem stunda einnig kvikfjárrækt — kýr og kindur aðal- lega — , garðrækt og kornrækt í smærri stíl. Búskaparlag er æði gamaldags, nema á stærri búgörðum. Sem dráttar- dýr fyrir vagna, jarðyrkjuverkfæri og heyvinnuvélar nota bændur aðallega kýr, sem mjólka vonum framar, þráll fyrir stritið. Gamaldags orf sjást víða. Þau eru stytlri en okkar orf, enginn efri hæll, en vinstri hendi er haldið um efri enda orfsins. Loftslag er þarna þægilegt, að vísu oft vetrarhörkur, en standa sjaldan lengi. Velurinn 1959 — 60 var einn dag 18 stiga frost i Brúckenau um svipað leyti og hitinn komst uno í 17 stig á Islandi. Meðalhiti sum- arsins 17.5 stig á Celsíus. Brúckenau hélt hátíðlegt 650 ára afmæli sitt sumarið 1960 með leiksýningu i skemmtigarði bæjarins um kvöldið og dansleik undir beru lofti næsta kvöld. Ekki bar neitt á drykkjuskap í sambandi við þessi hátíðahöld, né heldur á dansleikjum eða dansstöðum, sem við hjón komum á þann tíma, sem við dvöldum í heilsuhæli dr. von Weckbeck- ers í Briickenau. Flestir sátu kvöldlangt yfir glasi af léttu vini eða öli, og sjaldan sá vin á nokkrum manni. Við eitt tækifæri voru engir óáfengir drykkir afgreiddir, og kom okkur það kynlega fyrir sjónir. 1 Brúckenau eru 6 heilsulindir, sumar mjög gamlar. Um miðja 18. öld var byrjað að nota eina þeirra opinberlega til lækninga, bæði innvortis og útvortis, af líflækni fursta eins, er þar bjó. Um svipað leyli var skipulagður skemmtigarður umhverfis lindina. Garði þessum má telja það til ágætis, að í honum er þúsund ára gömul eik, kölluð konungseik. Út frá stofni hennar ganga margar greinar, gildvaxnar og langar eins og hæstu skógartré þarna í grennd, eða 20—30 m á lengd; liggja þær láréttar út frá stofninum, og undir

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.