Heilsuvernd - 01.12.1961, Síða 27

Heilsuvernd - 01.12.1961, Síða 27
IIKII.SUVKHNI) 115 þá lil meðferðar og ráða þeim frá uopskurði. 2) Að hafa lofað sjúklingum, sem engin von var til að gela læknað, bata og tekið þá til meðferðar í hæli sínu, einungis i gróðaskyni. Dr. Issels var tekinn fastur í september 1960 og hafður í haldi í þrjá mánuði, meðan rannsókn fór fram. í júní 1961 var hann svo le'ddur fyrir fylkiskviðdóminn í Miinehen (höfuðborg í Bayern). Tóku vitnaleiðslur og málftningur hálfan annan mánuð. Og hinn 31. júlí var dómurinn kveðinn unp. Hinn cpinberi ákærandi hafði krafizt 18 mánaða fangelsis, en dómurinn hljóðaði upp á eins árs fangelsi, enda var dr. Isseis sýknaður af síðari lið ákærunnar og af einu hinna f jögra sakaratriða fyrra liðs. 1 þýzka læknatimarilinu ,.Árztliche Mitteilungen," 2. sept. 1961, eru dómsforsendur raktar. og fer hér á eft;r stuttur útdráttur úr þeim. 1. Karlmaður, Wiesinger að nafni, 62 ára, kom í hæli dr. Issels sumarið 1954. Hann var með krabbamein i getnaðar- lim, og ekki sjáanlegt að æxlið hefði sáð sér út i önnur Iíffæri. Dr. Issels réði honum til að láta skera æxlið burt, en W. neitaði þyí. Hann kom aftur til dr. Issels í byrjun jan- úar 1955, og voru þá merki um útsæði i náraeitlum. Hann ráðfærði sig við skurðlækni í Múnchen, sem hvatti hann til uppskurðar án tafar. W. féllst á það og átti að koma í sjúkrahús til þessa læknis næsta dag. Hann skýrði dr. Issels frá ákvörðun sinni, og voru undirtektir hans með þeim hætti, þótt hann réði W. ekki beinum orðum frá að iáta skera sig upp, að honum snerist enn hugur og dvaldi áfram í hæli dr. Issels fram í febrúar og var síðan í meðferð hjá honum utan hælisins fram í maí 1955. Ástand hans versnaði stöðugt, og er hér var komið sögu, réði dr. I. honum til að láta skera sig upp. Var það gert í júní, en aðgerðin bar ekki árangur, því að sjúklingurinn lézt í september sama ár. Dómstóllinn komst að þeirri n:ðurstöðu, að dr. I. hefði borið skylda til að hvetja sjúklinginn til uppskurðar, þegar hann var sjáifur reiðubúinn til þess í janúar, þar eð honum hafi átt að vera ljóst, að uppskurður mundi geta bjargað lífi hans

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.