Heilsuvernd - 01.12.1961, Page 28

Heilsuvernd - 01.12.1961, Page 28
1 IC> iii:ii.si'vi:hni> eða longl það a.m.k. Með því að lála þella undir höl'uð leggjast hafi hann sýnt refsivert skeylingarleysi, valdið dauða sjúklingsins eða a.m.k. stytt líf hans. 2. Karlmaður að nafni Vogel, 53 ára gamall, var með krabbamein í barkakýli, sem hafði þegar sáð sér úl í önnur líffæri. Honum var eindregið ráðlagl að láta skera sig upp í byrjun nóvember 1958. Hann var mjög ófús á það og sneri sér til dr. I., sem réði honum frá uppskurði og tók hann til meðferðar í hæli sínu, en sjúklingurinn lézt 8 mán- Uðum síðar. Dómstóllinn leit á þetta sem vítavert athæfi af dr. I. En með því að umsagnir lækna, sem vitni báru í rélt- inum, voru ósamhljóða varðandi batahorfur fyrir sjúkling- inn, taldi dómstóllinn ekki fullvist, að hægt hefði verið að bjarga lífi hans eða lengja það með uppskurði. Var dr. I. því sýknaður af þessum lið ákærunnar. 3. Karlmaður að nafni Matzeit var einnig með krabba- mein í barkakýli, og höfðu læknar eindregið ráðlagt hon- um að láta skera sig upp og talið góðar horfur á fullum bata, þar eð útsæði var ekki finnanlegt. Sjúklingurinn var lengi tregur, óttaðist sjálfan uppskurðinn og afleiðingar hans. 1 ársbyrjun 1959 hafði hann þó afráðið að leggjast undir hnífinn, en sá þá í dagblaði sagt frá Iækningaaðferðum dr. Issels, sem gaf honurn góðar vonir um bata af meðferð í hælinu. Þar dvaldi sjúklingurinn í þrjá mánuði, en bata- merki létu á sér standa. Loks ákvað hann að láta skera sig upp, og var það gert, en sjúklingurinn lézl læpu ári eftir uppskurðinn. Samkvæmt vitnisburði lækna stækkaði æxlið verulega þá þrjá mánuði, sem sjúklingurinn var undir hendi dr. Issels. Leit kviðdómurinn svo á, að hægt hefði verið að bjarga lifi hans, eða að lengja það a.m.k., ef hann hefði verið skorinn upp í ársbyrjun 1959 og úrskurðaði dr. I. því sekan um að hafa með skeytingarleysi valdið dauða hans eða a.m.k. stytt líf hans. 4. Frú Warnken var 39 ára kona, móðir 8 ára barns. Hún fann hnút í öðru brjóstinu í árslok 1954. Hnúturinn var skorinn burt, og smásjárrannsókn sýndi, að um krabba-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.