Heilsuvernd - 01.12.1961, Síða 32

Heilsuvernd - 01.12.1961, Síða 32
120 UEILSUVHRNl) verið góð. Hefir tryggingaráð sýnt skilning á þörfum fyrir hækkun daggjalda til samræmis við vaxandi dýrtíð og lagt til, að sjúkrasamlög landsins hækkuðu þálttöku sina í samræmi við það. Nokkru tjóni hefir hælið þó orðið fyrir vegna sumartímans, sem tryggingaráð ákvað að skyldi vera undanskilinn sjúkrasamlagsstyrk til sjúklinga hælisins, bæði 1959 og 1960. Þetta leiðréttist að nokkru leyti á síðastliðnu vori, og á þessu sumri var greilt sem svarar kr. 50.00 á dag fyrir sjúkrasamlagssjúklinga. Varð það þess valdandi, að aðsókn varð mun meiri en verið hafði tvö sumurin á undan. 1 byrjun desember 1959 var skrifstofa félagsins í Reykja- vík flutt frá Gunnarsbraut 28 í Austurstræti 12, þar sem hún er nú. Ástæðan var sú, að frú Ásta Jónasdóttir gat ekki sinnt skrifstofustörfum lengur eða iagt til húsnæði fyrir skrifstofuna. Snemma á árinu 1960 var handrit að æfisögu Jónasar Kristjánssonar læknis tilbúið frá hendi höfundarins, Bene- dikts Gíslasonar frá Hofteigi. Við yfirlestur handritsins kom í ljós, að hvorki aðstandendur Jónasar né stjórn fé- lagsins gátu sætt sig við að gefa það út óbreytt, og er nú í athugun að fá gerðar á því lagfæringar og áætiað að gefa bókina út seinni hluta árs 1962. Tímarit félagsins, Heilsuvernd, hefir komið út með svipuðum hætti og áður. Frá siðustu áramótum hefir Björn L. Jónsson læknir haft ábyrgð og ritstjórn með höndum. Á árinu 1960 var efnt til happdrættis til ágóða fyrir heilsuhælið. Miðasala gekk mjög tregt, en sökum þeirrar heppni, að aðalvinningurinn kom á óseldan miða og seldist. síðar fyrir kr. 120.000.00, var hagnaður af happdrættinu um kr. 150.000.00. Á síðasla landsþingi var stjórninni falið að athuga mögu- leika á leyfi fyrir föstu happdrætti. Sú athugun hefir leitt í ljós, að engar líkur eru fyrir því, að slikt leyfi fáist, þar sem mörg önnur líknarfélög hafa leitað eftir slíku, og

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.