Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 37

Heilsuvernd - 01.12.1961, Blaðsíða 37
Nýjnr rannsóknir á lannskcmmd- um nH'rtal frumsla*rtra þjórta Árin 1958—59 framkvæmdu 5 bandarískir tannlæknar skoðun á tönnum fólks á ýmsum aldri í Alaska, Etíópiu, Perú, Ekvador og víðar. Rannsóknin leiddi m. a. þetta í ljós: / AlasTca, þar sem skoðaðir voru 713 karlar, allt Eskimó- ar, á aldrinum 17—54 ára, voru í hverjum manni að meðal- tali 15 tennur skemmdar eða útdregnar í stærstu bæjunum, eða líkt og meðal karla á sama aldri í Bandaríkjunum, í fjarlægari þorpum 7 og í afskekktustu byggðarlögum að- eins 2. Þess er getið, að flúormagn í drykkjarvatni hafi ekki, að því er séð varð, staðið í neinu sambandi við tíð- leika tannskemmda. / Etíópíu voru skoðaðir 1085 menn og konur á aldrin- um 5—84 ára. Upp að 14 ára aldri fundust tannskemmdir hjá aðeins 10. hverju barni, en síðan færðust tannskemmd- ir í vöxt með hækkandi aldri, en náðu þó aðeins til annars hvers manns yfir fimmtugu. Ennfremur kom það í ljós, að tannskemmdirnar voru þeim mun tíðari, sem sykurneyzlan var meiri. / Perú voru skoðaðir 1500 karlar, flestir 20—25 ára. Þar reyndust tannskemmdir, þar sem þær voru minnstar, 4 til 5 sinnum sjaldgæfari en í sömu aldursflokkum í Banda- ríkjunum. / Ekvador voru skoðaðir 4975 menn og konur á aldrin- um 1—87 ára. Víða reyndust tannskemmdir álíka miklar og í Bandaríkjunum, allt að 12 tennur skemmdar að meðal- tali í hverjum manni, en í sumum byggðarlögum aðeins tvær, svo sem hjá Jivaró-Indíánum, sem lifa á einföldu fæði; í drykkjai-valni þeirra er enginn flúor. Mestar voru

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.