Heilsuvernd - 01.12.1961, Page 39

Heilsuvernd - 01.12.1961, Page 39
Nikótín og kolsýrlingur í blóði og mjólk reykjandi mæðra Rannsóknum á nikótíni i mjólk reykjandi mæðra ber illa saman. Sumir vísindamenn finna lítið sem ekkerl nikótín í mjólkinni. En nýlega hafa tveir sænskir læknar, Ragncir Berfenstam og Bo Bílle, fundið hálft mg nikótíns í hverjum lítra mjólkur hjá konum, sem reykja mikið. Hjá ungbarni getur þelta magn valdið eitrunareinkennum. Við reykingar myndast kolsýrlingur, sem er mjög eitruð lofttegund, svo sem kunnugt er. Hann bindur blóðrauðann og hindrar þannig súrefnistöku blóðsins og veldur köfnun, ef mikil brögð eru að. Einar tvær sígarettur framleiða nægilegt magn kolsýrlings til að binda lO'ft blóðrauðans, en við 16—20r/f koma fram eitrunareinkenni. Kolsýrling- urinn fer óhindraður gegnum fylgju og inn í blóð fósturs- ins og veldur þar samskonar skemmdum og hjá móðurinni. (Heimild: Nordi.sk Medicin, nr. 35 1959) Nátlúrulœkningafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 7. marz 1961. Formaður, Klemens Þórleifsson, flulti skýrslu um störf félagsins á síðasta starfs- ári, og gjaldkeri, Njáll Þórarinsson, las reikninga félags- ins, sem voru síðan samþykktir. Félagar eru nú 786, þar af 86 ævifélagar. Sljórnin lagði fram nokkrar tillögur um lagabreytingar, en samþykkt var að fresta þeim lil næstá fundar, sem verður framhaldsaðalfundur, og fela stjórn- inni nánari endurskoðun laganna fyrir þann fund. Stjórn- in var öll endurkosin, og skipa hana: Klemens Þórleifsson kennari, formaður, ungfrú Guðrún Árnadóttir, kaupkona, Njáll Þórarinsson, heildsali, frú Steinunn Magnúsdóttir og frú Svava Fells. Framhaldsfundui' var haldinn 26. april og samþykktar nokkrar lagabreytingai'. Þá flutti Björn L. Jónsson, læknir, erindi, „Listin að eta“, og Einar Sveinbjörnsson, fiðluleik- ari, lék nokkur lög við undirleik Skúla Halldórssonar, tón- skálds.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.