Heilsuvernd - 01.10.1963, Qupperneq 5

Heilsuvernd - 01.10.1963, Qupperneq 5
Seltjarnarnesi. Var ekki talin þörf á að láta könnunina ná til yngri barna en 10 ára, þar sem ekki er gerandi ráð fyrir, að þau séu byrj- uð að reykja svo neinu nemi. Könnun þessari var hagað líkt og árið 1959. Prentuð voru spurn- ingaspjöld í tveimur litum, annar liturinn fyrir pilta og hinn fyrir V stúlkur, og litu spjöldin þannig út: BORGARLÆKNIRINN Reykj avik Könnun á reykingum harna í skólum, í apríl 1962. Aldur: ......... 1) Reykirðu sígarettur? Nei, aldrei, já. (Undirstrika rétta svarið). Ef þú reykir: ^ Hve margar á mánuði? ...... Hve margar á dag? ______ 2) Hve mörg af bekkjarsystkinum þínum er þér kunnugt um að reyki? Stúlkur ... Piltar ..... Könnunin fór fram fimmtudaginn 12. apríl 1962 í 10 harnaskól- um, og eftir því sem við varð komið í síðustu kennslustund í árdeg- ishekkjunum og fyrstu kennslustund síðdegishekjanna. Börnin vissu ekki, hvað til stóð, fyrr en kennarinn úthlutaði spurningaspjöldun- um, og hrýnt var fyrir þeim að láta ekkert kvisast til skólasystkina ^ sinna, sem koma áttu í skólann eftir hádegið og verða kynnu á vegi þeirra. Kennarinn útskýrði rækilega tilgang könnunar þessarar og lagði áherzlu á, að svo væri um hnútana húið, að enginn gæti fengið minnstu vitneskju um svar hvers einstaks barns. Spjöldin væru nafn- laus, þau yrðu öll sett í eitt umslag fyrir hvern hekk að börnunum ásjáandi, uinslaginu lokað og það merkt nafni skóla og bekkjar og síðan afhent borgarlækni til úrvinnslu. Börnin gætu því allsendis óhrædd svarað öllum spurningum rétt og samvizkusamlega, en það væri nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að rannsóknin kæmi að tilætl- uðum notum. II EILSUVERND 125

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.