Heilsuvernd - 01.10.1963, Síða 13

Heilsuvernd - 01.10.1963, Síða 13
og kókoshnetuolía, miklu meira af hinum ómettuðu fitusýrum en þær tegundir dýrafeiti, sem mest eru notaðar til matar. Hinsvegar þolir lýsið samanburð við jurtaolíurnar, hvað þetta snertir. Og þær feititegundir, sem auðugastar eru að ómettuðum fitusýrum, eiga það sammerkt ,að þær eru allar fljótandi við venjulegt hitastig. Það eru að vísu sumar hinar tegundirnar líka, eins og t. d. olífuolían. Sé nú feitin ,,hert“, en það er gert með efnafræðilegum aðferðum, breytast hinar ómettuðu fitusýrur í mettaðar fitusýrur, þær „mett- ast“, og við Jrað glatar feitin hæf leikum sínum til að vinna gegn æðakölkun. Slík hert feiti er m. a. notuð í snrjörlíki. En eins og tafl- an sýnir, er þó einnig framleitt smjörlíki, sem inniheldur mikið af óhertri olíu. Jurtaolíur eru unnar úr fræjunr vissra jurta, úr baunum, hnet- um og öðrum ald'num. Þær innihalda yfirleitt talsvert af E-fjörefni en lítið eða ekkert af öðrum fjörefnum. Olíurnar eru ýnrist pressað- ar úr ávöxtunum eða unnar úr þeim með bensíni og öðrum varhuga- verðum efnum. Það er ástæða til að mæla með ómenguðum jurtaolíum til matar, hæði út á hrátt eða soÖið grænmeti eða fisk, í kökur eða annan bakstur, svo og til að sjóða mat eða steikja. I stað lýsis geta þær auðvitað ekki komiö sem fjörefnagjafi. En hváð með mjólkina og smjörið. sem inniheldur aðallega mett- aðar fdusýrur? Fyrir fáum árum frétli ég eftir góðum heimildum, að læknar í Ameríku hefðu hópum saman hætt að neyta mjólkur, þegar þeim barst vitneskja um sambandið milli fitusýranna og æða- kölkunar. Slíkt er æði fljótfærnislegt. Enn er orsakasambandið milli fitu og æðakölkunar langt frá því að vera rannsakaö eða þekkt til hlítar, og óhætt er að fullyrða, að þar kemur margt fleira til greina e:i mettaðar og ómettaðar fitusýrur. Og mjólk og smjör eru það mikdvægar og kostamiklar fæðutegundir, að það nær engri átt, að menn útrými þeim af matborði sínu, rrieðan rannsóknum er ekki lengra komiS. Hér hafa að undanförnu fengizt a. m. k. þrjár af ofangreindum jurtaolíum: Sólblómaolía, maísolía og sojabaunaolía. Af þeim hefir hin fyrsttalda mest magn af ómeltuöum fitusýrum og tekur hinum að Jrví leyti fram um hollustu. BLJ. II EILSU VERND 133

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.